Erlent

Nauðlending með bilað framhjól

Farþegaflugvél japanska All Nippon flugfélagsins var nauðlent í suð-vestur Japan snemma í morgun án þess að nokkurn sakaði. 56 farþegar og 4 manna áhöfn voru um borð.

Flugvélin hringsólaði yfir flugvellinum í Kochi í tvær klukkustundir með bilaðan lendingarbúnað að framan. Þegar fullvíst var að hjól kæmi ekki niður var ákveðið að lenda á aftari hjólum. Nef vélarinnar seig svo niður í lendingunni. Neistar skutust undan nefinu og lítill eldur kviknaði sem þó breiddi ekki úr sér. Ekki er vitað með vissu hvað olli biluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×