Erlent

Danir kaupa eina geit á mínútu

Geitur á Íslandi.
Geitur á Íslandi. MYND/Valgarður Gíslason

Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar er lent í vanda útaf sístækkandi geitahjörð sinni. Stofnunin hleypti um helgina af stað söfnun fyrir fátæka í Afríkuríkinu Malawi, þar sem Danir voru hvattir til þess að kaupa geit í jólagjöf handa þeim.

Og Danir tóku svo sannarlega vel við sér. Um miðjan dag á föstudag höfðu selst 5.366 geitur og það seldist þá ein geit á mínútu. Vandræði Hjálparstofnunar kirkjunnar felast í því að þetta eru of margar geitur fyrir þá tíu staði sem átti að hjálpa í Malawi. Stofnunin leitar því fleiri staða til þess að koma geitum sínum til.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×