Innlent

Mikill áhugi á skuldabréfum ríkissjóðs

MYND/Róbert

Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum.

Flestir kaupendur bréfanna eru frá Evrópu en einnig var nokkur áhugi frá asískum stofnanafjárfestum. Skuldabréfin bera fasta vexti og eru með gjalddaga 1. desember árið 2011 en lánið verður að fullu notað til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×