Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 09:29 Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Vísir Framkvæmdastjóri markaðsrannsóknafyrirtækisins Maskínu segist ekki sammála því að skoðanakannanir séu ónákvæmar. Könnunum sé ekki ætlað að vera spá um úrslit kosninga heldur að mæla stöðuna á hverjum tíma. Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“ Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Vinsælt hefur verið að gagnrýna skoðanakannanir í kjölfar nokkuð óvæntra kosningaúrslita beggja vegna Atlantsála undanfarin ár, þar á meðal í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, segir að óvissa um kosningaúrslit sé alltaf mest þegar mjótt sé á munum. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagðist hún ósammála fullyrðingum um að skoðanakannanir væru ekki nákvæmar. Nefndi hún sem dæmi að fyrir forsetakosningarnar í sumar hafi að meðaltali munað 1,7 prósentustigi á atkvæðum frambjóðenda og fylgi í síðustu könnun Maskínu. Fyrir síðustu alþingiskosningar hafi munurinn verið 1,6 prósentustig. Fólk þurfi að átta sig á að skoðanakannanir séu ekki spá um úrslit kosninga heldur fyrst og fremst mæling á punktstöðu. „Könnunin sem við birtum á fimmtudaginn, það er ekki það sem mun koma upp úr kjörkössunum 30. nóvember. Fólk verður að átta sig á þessu. Það er engin spá um það,“ sagði Þóra. Á miðju kjörtímabili geti alls konar flokkar þannig mælst stórir og það endurspegli óánægjufylgi á þeim tima. „Píratar fóru einu sinni í þrjátíu prósent. Þeir hafa auðvitað aldrei fengið það upp úr kjörkössunum,“ sagði framkvæmdastjórinn. Kannanir hluti af upplýsingasamfélaginu Þóra gaf lítið fyrir tal spekúlanta sem efuðust um gildi skoðanakannana. Þær væru einfaldlega hluti af nútímaupplýsingasamfélagi. Einnig vísaði hún á bug gagnrýni á að skoðanakannanir væru sjálfar skoðanamyndandi. „Það eru ekki til margar rannsóknir sem styðja það.“
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Bítið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira