Innlent

Tál­beita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegifréttum verður meðal annars fjallað um hið undarlega mál sem Jón Gunnarsson þingmaður lýsti í Facebook uppfærslu í morgun. 

Hann segir í færslunni að tálbeita á vegum blaðamanna Heimildarinnar hafa njósnað um son hans og reynt að fá upp úr honum upplýsingar um hvalveiðar. 

Þá ræðum við við fulltrúa Vegagerðarinnar sem segir óásættanlegt að vegklæðning flettist af á stórum köflum á þjóðveginum, líkt og mun hafa gerst í Öxnadal um helgina. 

Einnig fjöllum við um heimsþing kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu þessa dagana. 

Í íþróttapakka dagsins eru það tveir landsleikir í Þjóðardeildinni sem eru framundan sem verða fyrirferðarmestir. 

Klippa: Hádegisfréttir 11. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×