Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 19:46 Guðrún Hafsteinsdóttir telur að fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að skýra afstöðu sína í máli Yazans Tamimi en afskipti hans höfðu þau áhrif að brottför hans og fjölskyldu hans úr landi var stöðvuð. Vísir/Sigurjón Dómsmálaráðherra segir að fyrrverandi félagsmálaráðherra hafi enn ekki svarað hvaða upplýsingar hann hafði sem kröfðust þess að stöðva ætti brottför fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu úr landi í haust. Hún er ósátt við niðurstöðu málsins. Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Mál Yazan Tamimi, drengs frá Palestínu með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm vakti mikla athygli í haust eftir að Útlendingastofnun úrskurðaði að vísa ætti honum og fjölskyldu úr landi og úrskurðurinn kom til framkvæmda. Brottförin var stöðvuð eftir að fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinsti grænna hafði samband við ríkislögreglustjóra, að hans sögn til að afla upplýsinga um brottflutninginn. Fjölskyldan hefur nú fengið samþykkta alþjóðlega vernd. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í atburðarásina þennan örlagaríkaríka dag þegar ákveðið var að fresta að vísa fjölskyldunni úr landi. Hún segir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi félagsmálaráðherra Vinstri grænna hafi komið efasemdum á framfæri við forsætisráðherra um lögmæti aðgerðanna. Ósátt við niðurstöðuna „Það var komin niðurstaða í máli fjölskyldunnar. Ég sem dómsmálaráðherra hefði ekki átt að stíga inn í málið en ég steig inn í það og það var mér þvert um geð. Ég get ítrekað það hér. Eftir að ég hafði fengið beiðni frá forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um að fresta brottflutningi þessa fatlaða einstaklings, þá eftir að félagsmálaráðherra hafði haft samband við forsætisráðherra og hafði efasemdir um lögmæti aðgerðarinnar sem var í gangi. Ég frestaði brottför þeirra vegna þess að við vorum þarna með einstakling í sérlega viðkvæmri stöðu. Ég kallaði strax saman þá einstaklinga sem höfðu stýrt aðgerðum hjá ríkislögreglustjóra. Fór yfir málið og gat ég ekki séð neina meinbugi á aðgerðum lögreglunnar,“ segir Guðrún. Guðmundur Ingi Guðbrandsson eigi eftir að svara Hún segir að þrátt fyrir að hafa óskað eftir skýringum frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni fyrrverandi félagsmálaráðherra um efasemdir hans um lögmæti aðgerðanna, hafi engin svör borist. Því hefur alltaf verið ósvarað af hálfu fyrrverandi félagsmálaráðherra hvaða upplýsingar hann hafði til að efast um lögmæti þeirra aðgerða sem þarna fóru fram. Því hefur aldrei verið svarað. Við höfum óskað eftir svörum frá honum en spurningum okkar hefur ekki verið svarað. Aðspurð um hvort hún sé sátt við niðurstöðu málsins svarar hún: „Nei ég er ekki sátt við niðurstöðu þessa máls.“ Greiningarmiðstöð hefði komið í veg fyrir veru fjölskyldunnar Guðrún segir að Yazani og fjölskyldu hans hefði ekki verið hleypt inn í landið hefði svokölluð greiningarmiðstöð á landamærum verið komið í gagnið eins og hún leggur áherslu á að komið verði á fót. „Ég hef lagt áherslu á að fá greiningarmiðstöð á landamærum þar sem allir þeir sem hingað koma og sækja um vernd verði stoppaðir á landamærum í einhverja daga meðan við metum hæfi umsóknanna. Í þessu tilfelli hefði þessari fjölskyldu verið snúið til baka innan nokkurra sólahringa hefði slík greiningarmiðstöð verið komin í gagnið,“ segir Guðrún. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Dómstólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira