Viðskipti

158 milljón króna gjald­þrot fé­lags Ás­geirs Kol­beins

Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. 

Viðskipti innlent

„Nú skal það takast að setjast yfir bækurnar og klára prófið“

Albert Magnússon, umboðsaðili fyrir Lindex og Gina Tricot, segist sjá svolítið af sjálfum sér í elsta syninum, sem vakir fram á nætur yfir háskólanáminu. Sem eitt sinn var venjan hjá honum en nú er öldin önnur og hann orðinn mjög kvöldsvæfur. Albert segist alltaf upplifa áramótin sem ákveðin kaflaskil og áramótaheitið í ár er að klára flugnámið.

Atvinnulíf

Sam­þykktu endur­skipu­lagningu Viaplay

Hluthafar sænska streymisfyrirtækisins Viaplay Group hafa samþykkt endurskipulagningu á félaginu sem leiðir til þess að franski fjölmiðla- og fjarskiptarisinn Canal+ Group og tékkneska fjárfestingafélagið PPF hafa eignast hvor um sig 29,3 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent

Sigur­borg Ósk til SSNE

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hefur hafið störf hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hún mun hafa aðsetur á skrifstofu sambandsins á Stéttinni, Húsavík.

Viðskipti innlent

Tónninn gjör­breyttist þegar „eiginkonan“ hafði sam­band

Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi.

Neytendur

„Skatta­yfir­völd eru að mjólka okkur til blóðs“

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent

Unity segir upp 1800 manns

Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur sagt upp 1800 starfsmönnum eða sem nemur um fjórðungi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna.

Viðskipti innlent