Neytendur

„Rétturinn til við­gerðar“ væntan­legur til landsins

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Rétturinn til viðgerða mun auka möguleika neytenda á að óska eftir viðgerðum frá söluaðilum.
Rétturinn til viðgerða mun auka möguleika neytenda á að óska eftir viðgerðum frá söluaðilum. Getty

„Rétturinn til viðgerðar“ er væntanlegur til landsins en það mun gera neytendum auðveldara að óska viðgerða í stað þess að skipta út vörum. Viðgerðarþjónusta mun verða aðgengilegri og gegnsærri.

Þetta er hluti af nýrri tilskipun sem Ráð Evrópusambandsins samþykkti sem á að stuðla að viðgerð bilaðra eða gallaðra vara en tilskipunin er einnig þekkt sem „Rétturinn til viðgerðar“.  Tilskipunin er hluti af neytendaáætlun og aðgerðaráætlun ESB um hringrásarhagkerfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum verslunar og þjónustu

„Rétturinn til viðgerðar“ felur í sér að söluaðilar verði að laga vörur sem er hægt að gera við. Í því felst einnig stöðlun upplýsingagjafar um viðgerðarferli, stofnun evrópsks netvettvangs þar sem neytendur geta fundið viðgerðarþjónustu og framlengingu á ábyrgðartíma vara um 12 mánuði ef neytendur velja viðgerð í stað útskipta.

Tilskipun ESB er EES-tæk en í því felst að upptökuferli hennar í EES-samninginn sem Ísland er hluti af hefjist innan tíðar. Íslenskum lögum mun því verða breytt til samræmis við ákvæði tilskipunarinnar. Hægt er að lesa tilkynningu ESB um málið hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×