Fjárfesta fyrir þrjá milljarða í Reykjanesbæ og Hafnarfirði Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 18:41 Við Nesvelli er dagdvöl fyrir aldraða. Reitir og Kjölur fasteignir hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á fasteignum að Njarðarvöllum 4 í Reykjanesbæ og Lónsbraut 1 í Hafnarfirði. Í tilkynningu kemur fram að húsið að Njarðarvöllum 4 var byggt 2008 og er 2.338 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir Nesvelli dagvöl aldraðra í Reykjanesbæ. Leigusamningur er við Reykjanesbæ til 2038. Heildarvirði þessara tveggja fasteigna er 2.200 m.kr. og verða kaupin fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 160 milljónum króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 145 milljónir króna á ársgrundvelli. „Kaup húsnæðis dagdvalarinnar á Nesvöllum markar fyrsta skrefið í vaxtarvegferð Reita innan nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Sem stærsta fasteignafélag landsins á sviði atvinnuhúsnæðis búa Reitir yfir gífurlegri reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi húsnæðis. Við lítum á það sem okkar hlutverk og ábyrgð að beina okkar kröftum til uppbyggingar og eflingar þeirra samfélagslegu innviða sem samfélagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjárfestingar í eignum sem svara breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunarheimila og lífsgæðakjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningu. Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita. Eignin í Hafnarfirði að Lónsbraut 1 Hafnarfirði var byggð 2011 og er 1.725 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir fiskvinnslu Hólmaskers ehf. sem er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar. Leigusamningur er til 2033. Áætlað er að afhending eignanna eigi sér stað eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, afléttingu forkaupsréttar að Lónsbraut 1 og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum. Kaup Reita á ÞEJ fasteignum ehf. Í tilkynningunni kemur fram að Reitir hafa einnig gengið frá kaupum á ÞEJ fasteignum ehf.. Félagið á tæplega 3.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Fákafen 11, Faxafen 12, Skólavörðustíg 10, Laugaveg 32 og Laugaveg 86 til 94. Húsnæðið hýsir ýmsa leigutaka, þar á meðal veitingastaðinn Saffran. Heildarvirði er 1.150 milljónir króna og eru kaupin, samkvæmt tilkynningunni, að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 110 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 85 milljónir króna á ársgrundvelli. Afhending eignanna fór fram síðastliðin mánaðamót. Fasteignamarkaður Eldri borgarar Reitir fasteignafélag Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Heildarvirði þessara tveggja fasteigna er 2.200 m.kr. og verða kaupin fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 160 milljónum króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 145 milljónir króna á ársgrundvelli. „Kaup húsnæðis dagdvalarinnar á Nesvöllum markar fyrsta skrefið í vaxtarvegferð Reita innan nýrra samfélagslegra mikilvægra eignaflokka. Sem stærsta fasteignafélag landsins á sviði atvinnuhúsnæðis búa Reitir yfir gífurlegri reynslu og þekkingu á rekstri og viðhaldi húsnæðis. Við lítum á það sem okkar hlutverk og ábyrgð að beina okkar kröftum til uppbyggingar og eflingar þeirra samfélagslegu innviða sem samfélagið kallar á hverju sinni. Við stefnum á frekari fjárfestingar í eignum sem svara breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og horfum sér í lagi til hjúkrunarheimila og lífsgæðakjarna í þeim efnum,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, í tilkynningu. Guðni Aðalsteinsson er forstjóri Reita. Eignin í Hafnarfirði að Lónsbraut 1 Hafnarfirði var byggð 2011 og er 1.725 fermetrar að stærð. Fasteignin hýsir fiskvinnslu Hólmaskers ehf. sem er dótturfélag Vinnslustöðvarinnar. Leigusamningur er til 2033. Áætlað er að afhending eignanna eigi sér stað eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi. Afhending mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, afléttingu forkaupsréttar að Lónsbraut 1 og samþykki stjórnar Reita fasteignafélags hf. fyrir kaupunum. Kaup Reita á ÞEJ fasteignum ehf. Í tilkynningunni kemur fram að Reitir hafa einnig gengið frá kaupum á ÞEJ fasteignum ehf.. Félagið á tæplega 3.100 fermetra verslunarhúsnæðis við Fákafen 11, Faxafen 12, Skólavörðustíg 10, Laugaveg 32 og Laugaveg 86 til 94. Húsnæðið hýsir ýmsa leigutaka, þar á meðal veitingastaðinn Saffran. Heildarvirði er 1.150 milljónir króna og eru kaupin, samkvæmt tilkynningunni, að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrunni nema rúmlega 110 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 85 milljónir króna á ársgrundvelli. Afhending eignanna fór fram síðastliðin mánaðamót.
Fasteignamarkaður Eldri borgarar Reitir fasteignafélag Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira