Innlent

Fjórar snyrti­stofur sektaðar fyrir ó­full­nægjandi verð­merkingar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Fjórar snyrti- eða hársnyrtistofur hafa fengið sekt vegna ófullnægjandi verðmerkingar
Fjórar snyrti- eða hársnyrtistofur hafa fengið sekt vegna ófullnægjandi verðmerkingar Getty

Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Í vor skoðaði Neytendastofa ástand verðmerkingar hjá snyrti- og hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Athugasemdir voru gerðar við verðmerkingar hjá fimmtán fyrirtækjum, en farið var í tuttugu og sjö fyrirtæki við athugun málsins. Þegar skoðuninni var fylgt eftir höfðu ellefu fyrirtæki gert úrbætur af þeim fimmtán sem athugasemdirnar voru gerðar við. Ekki þótti tilefni til frekari aðgerða hjá þeim.

Neytendastofa hefur nú sektað hinar fjórar sem ekki höfðu bætt úr verðmerkingunum. Þetta eru snyrti- og hársnyrtistofurnar: Blanco, Blondie Garðabæ, Hárskeri Almúgans og Sprey.

Sekt Blondie Garðabæ hljóðar upp á 100.000 krónur, en hinar þrjár 50.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×