Nýjungar á Hótel Grímsborgum Keahotels 11. júní 2024 10:17 Nýlega voru gerðar endurbætur á tveimur veislusölum Hótels Grímsborgar sem eru eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins. Um er að ræða tvo sali sem eru í aðalrými hótelsins og taka allt að 200 manns í sæti. Hótel Grímsborgir er eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins. Það er einstaklega vel staðsett, í Grímsnesi við Gullna Hringinn, í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Nýlega voru gerðar endurbætur á tveimur veislusölum hótelsins og eru þeir nú sérstaklega glæsilegir. Um er að ræða tvo sali sem eru í aðalrými hótelsins og taka allt að 200 manns í sæti. Þeir henta einstaklega vel undir alls kyns veislur og viðburði á borð við giftingar, árshátíðir og fundahöld en líka smærri viðburði eins og karókí kvöld, prjónahelgi, jólahlaðborð og tónleika. Hótel Grímsborgir er eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins. Það var Ragna Sif innanhúshönnuður sem sá um breytingarnar á sölunum. Hún segir verkefnið hafa verið afskaplega skemmtilegt. „Salurinn hafði sinn sjarma frá fyrri eigendum en á sama tíma var komið að endurbótum og uppfærslu á flestu,“ segir Ragna Sif. „Með nýjum eigendum koma alltaf nýjar áherslur og mín reynsla af samstarfi mínu með Keahótelum í gegnum árin er að þau vilja gera hlutina að sínu og hafa útlit og annan brag samkvæmt þeirra áherslum og standard. Grunnurinn var fínn, bjartur og stór salur með fallegum gluggum og útsýni út í náttúruna svo það var heilmikið gott þarna að vinna með.“ Ragna Sif innanhúshönnuður sá um breytingarnar á sölunum tveimur. Gólfefnum og innréttingum var skipt út, húsgögn voru öll endurnýjuð ásamt gluggatjöldum og lýsingu og svo var auðvitað allt málað og „skverað“. „Það var strax augljóst í byrjun að við vildum halda aðeins í þann rómantíska sjarma sem fyrri eigendur höfðu gefið staðnum, húsið sjálft og glugga ísetningin ýtti einnig undir það. Ég lagði upp með að uppfæra þann stíl nærri nútímanum með því að blanda bæði hughrifum þess sem var við það sem hentar nýjum eigendum og áherslum þeirra.“ Nálægð við náttúruna og falleg birtan sem flæðir inn í salinn á nánast öllum árstímum átti stóran þátt í öllu litavali ásamt efnisvali á innréttingum, vali á áferðum og samsetningu á áklæði húsgagna og fleira í þeim dúr. „Það kennir ýmissa grasa þar, dökkur viður ásamt sprautulökkuðu í innréttingum. Áklæði úr ullarblöndu, flauel, hör o.fl. í húsgögnum. Borð í sal eru bæði úr dökkri eik og önnur steinefna spörtluð í fallegum litum á móti. Einnig var notaður ákaflega fallegur náttúrustein á barborðið og á hluta innréttinga í sal sem spilaði vel á móti þessu öllu.“ Hún segist hafa hugsa mikið um hvernig hægt væri að ná hlýju og uppbroti í svo stóran sal til þess að þetta endaði ekki bara eins og haf af borðum og stólum. „Ég fór þá leið að setja bekki eftir endilöngum salnum við gluggana öðru megin, en á móti setti ég borðstofu sófa meðfram gluggunum andstæðu megin. Þar eru svo mismunandi stærðir og áferðir á borðum og gerðir af stólum og áklæðum sem spilar allt saman og brýtur upp heildarmyndina.“ Í miðjum salnum er svo aðeins hefðbundnari uppsetning en á sama tíma er áklæði á stólum og gerðir borða mismunandi til að skapa skemmtilega heild. „Stóra græna eyjan við enda salarins er svo hjartað sem myndar ákveðin sjónrænan miðjupunkt en hún þjónar margskonar tilgangi í veitingasalnum, bæði kvölds og morgna. Allir gestir dansa í kringum grænu eyjuna á einhverjum tímapunkti.“ Arinstofan við barinn var einnig uppfærð og sætanýting aukin. Lagt var upp með að hafa það hlýlegt og áklæði og litir spiluðu þar stærsta hlutverkið. „Barinn sjálfur var allur endurgerður, sami viður og í öðrum innréttingum á framhlið hans og hillum þar fyrir innan og svo glæsilegur steinninn á barborðinu setur punktinn yfir i-ið.“ Hún segir samstarf við starfsfólk og eigendur vera mikilvægt og því hafi hún lagt áherslu á að hlusta vel á þarfir þeirra. „Ég fékk svo tíma og nokkuð frjálsar hendur við útfærsluna sem við fórum svo yfir saman og aðlöguðum eftir þörfum.“ Hvernig unnið er í salnum skiptir öllu máli fyrir starfsfólkið, að vinnuleiðir við þjónustu við gesti séu greiðfærar, allir hlutir eigi sitt pláss og sinn stað og að t.d. þrif geti gengið vel fyrir sig. „Einnig þarf að huga að því að það sem keypt er, framleitt og smíðað sé sterkt og þoli það álag sem um ræðir. Svo þarf að huga að því að þetta sé nokkuð tímalaust og verði þeim til sóma á komandi árum. En það að gestum eigi eftir að líða vel í umhverfinu er líklega númer eitt fyrir góða útkomu.“ Allar nánari upplýsingar á vef Hótel Grímsborga. Hótel á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Nýlega voru gerðar endurbætur á tveimur veislusölum hótelsins og eru þeir nú sérstaklega glæsilegir. Um er að ræða tvo sali sem eru í aðalrými hótelsins og taka allt að 200 manns í sæti. Þeir henta einstaklega vel undir alls kyns veislur og viðburði á borð við giftingar, árshátíðir og fundahöld en líka smærri viðburði eins og karókí kvöld, prjónahelgi, jólahlaðborð og tónleika. Hótel Grímsborgir er eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins. Það var Ragna Sif innanhúshönnuður sem sá um breytingarnar á sölunum. Hún segir verkefnið hafa verið afskaplega skemmtilegt. „Salurinn hafði sinn sjarma frá fyrri eigendum en á sama tíma var komið að endurbótum og uppfærslu á flestu,“ segir Ragna Sif. „Með nýjum eigendum koma alltaf nýjar áherslur og mín reynsla af samstarfi mínu með Keahótelum í gegnum árin er að þau vilja gera hlutina að sínu og hafa útlit og annan brag samkvæmt þeirra áherslum og standard. Grunnurinn var fínn, bjartur og stór salur með fallegum gluggum og útsýni út í náttúruna svo það var heilmikið gott þarna að vinna með.“ Ragna Sif innanhúshönnuður sá um breytingarnar á sölunum tveimur. Gólfefnum og innréttingum var skipt út, húsgögn voru öll endurnýjuð ásamt gluggatjöldum og lýsingu og svo var auðvitað allt málað og „skverað“. „Það var strax augljóst í byrjun að við vildum halda aðeins í þann rómantíska sjarma sem fyrri eigendur höfðu gefið staðnum, húsið sjálft og glugga ísetningin ýtti einnig undir það. Ég lagði upp með að uppfæra þann stíl nærri nútímanum með því að blanda bæði hughrifum þess sem var við það sem hentar nýjum eigendum og áherslum þeirra.“ Nálægð við náttúruna og falleg birtan sem flæðir inn í salinn á nánast öllum árstímum átti stóran þátt í öllu litavali ásamt efnisvali á innréttingum, vali á áferðum og samsetningu á áklæði húsgagna og fleira í þeim dúr. „Það kennir ýmissa grasa þar, dökkur viður ásamt sprautulökkuðu í innréttingum. Áklæði úr ullarblöndu, flauel, hör o.fl. í húsgögnum. Borð í sal eru bæði úr dökkri eik og önnur steinefna spörtluð í fallegum litum á móti. Einnig var notaður ákaflega fallegur náttúrustein á barborðið og á hluta innréttinga í sal sem spilaði vel á móti þessu öllu.“ Hún segist hafa hugsa mikið um hvernig hægt væri að ná hlýju og uppbroti í svo stóran sal til þess að þetta endaði ekki bara eins og haf af borðum og stólum. „Ég fór þá leið að setja bekki eftir endilöngum salnum við gluggana öðru megin, en á móti setti ég borðstofu sófa meðfram gluggunum andstæðu megin. Þar eru svo mismunandi stærðir og áferðir á borðum og gerðir af stólum og áklæðum sem spilar allt saman og brýtur upp heildarmyndina.“ Í miðjum salnum er svo aðeins hefðbundnari uppsetning en á sama tíma er áklæði á stólum og gerðir borða mismunandi til að skapa skemmtilega heild. „Stóra græna eyjan við enda salarins er svo hjartað sem myndar ákveðin sjónrænan miðjupunkt en hún þjónar margskonar tilgangi í veitingasalnum, bæði kvölds og morgna. Allir gestir dansa í kringum grænu eyjuna á einhverjum tímapunkti.“ Arinstofan við barinn var einnig uppfærð og sætanýting aukin. Lagt var upp með að hafa það hlýlegt og áklæði og litir spiluðu þar stærsta hlutverkið. „Barinn sjálfur var allur endurgerður, sami viður og í öðrum innréttingum á framhlið hans og hillum þar fyrir innan og svo glæsilegur steinninn á barborðinu setur punktinn yfir i-ið.“ Hún segir samstarf við starfsfólk og eigendur vera mikilvægt og því hafi hún lagt áherslu á að hlusta vel á þarfir þeirra. „Ég fékk svo tíma og nokkuð frjálsar hendur við útfærsluna sem við fórum svo yfir saman og aðlöguðum eftir þörfum.“ Hvernig unnið er í salnum skiptir öllu máli fyrir starfsfólkið, að vinnuleiðir við þjónustu við gesti séu greiðfærar, allir hlutir eigi sitt pláss og sinn stað og að t.d. þrif geti gengið vel fyrir sig. „Einnig þarf að huga að því að það sem keypt er, framleitt og smíðað sé sterkt og þoli það álag sem um ræðir. Svo þarf að huga að því að þetta sé nokkuð tímalaust og verði þeim til sóma á komandi árum. En það að gestum eigi eftir að líða vel í umhverfinu er líklega númer eitt fyrir góða útkomu.“ Allar nánari upplýsingar á vef Hótel Grímsborga.
Hótel á Íslandi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira