Viðskipti

Hóp­upp­sögn hjá Heim­kaup

Tuttugu og fjórum starfsmönnum Heimkaups var sagt upp í dag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir uppsagnirnar vera fylgikvilla endurskipulagningar innan fyrirtækisins. Aldrei sé þó auðvelt að fara í uppsagnir.

Viðskipti innlent

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Af hinu góða að reka hér marga öfluga vísisjóði

„Við gerðumst bakhjarlar að VC Challenge vegna þess að þetta námskeið stendur fyrir margt sem við viljum stuðla að,“ segir Sæmundur K. Finnbogason sjóðstjóri Kríu um aðkomu sjóðsins að samnorræna verkefninu VC Challenge, en markmið námskeiðsins er að búa til enn öflugra fjárfestingaumhverfi sprotafyrirtækja með því að þjálfa og undirbúa næstu kynslóð sjóðstjóra vísisjóða.

Atvinnulíf

„Nýsköpun er kraftur“

Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku.

Viðskipti innlent

Innkalla pönnukökublöndu vegna aðskotaefna

Matvælastofnun vill vara við einni framleiðslulotu af Amisa lífrænni pönnukökublöndu sem fyrirtækið Heilsa ehf. flytur inn vegna aðskotaefna (trópanbeiskjuefni; atrópín og skópalamín) sem greindust yfir mörkum.

Neytendur

Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu

Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram.

Viðskipti innlent

Karl og Haraldur til Terra

Karl F. Thorarensen hefur verið ráðinn sem innkaupastjóri Terra umhverfisþjónustu og Haraldur Eyvinds Þrastarson forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. 

Viðskipti innlent

Hvernig er best að hlaða bílinn?

Orka náttúrunnar hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu hleðsluinnviða hérlendis þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtækið býður upp á frábæra lausn fyrir rafbílaeigendur sem vilja hafa hleðslustöð heima hjá sér.

Samstarf

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum: Námskeið til að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra

„Frá aldamótum hefur mikil þekking orðið til hjá íslensku vísissjóðunum en það má segja að markmið VC Challenge námskeiðsins sé að þjálfa næstu kynslóð sjóðsstjóra. Með meiri þekkingu og reynslu verða þessir vísisjóðir álitlegri fjárfestingakostur fyrir aðra fjárfesta,“ segir Freyr Friðfinnsson alþjóðafulltrúi KLAK um samstarfsverkefni sem KLAK er nú aðili að ásamt mörgum aðilum í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Norðurlöndunum.

Atvinnulíf

„Mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna“

Ákvörðun þýska flugfélagsins Condor um að hætta við áætlanaflug til Akureyrar og Egilstaða í sumar er mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir flugfélagið ekki taka neina sénsa en vonir eru bundnar við að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næsta ári.

Viðskipti innlent

Annar vor­boði kominn til landsins

Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun.

Viðskipti innlent

Topp 10 fermingargjafir sem hitta í mark

Fermingar eru fram undan og veislur um allt land að því tilefni. Margt getur verið á óskalistanum fyrir stóra daginn en Origo mælir með gjöf sem nýtist fermingarbarninu vel og það getur tekið með sér inn í framtíðina.Við hjá Origo höfum að því tilefni tekið saman okkar tíu bestu hugmyndir að fermingargjöf frá flottustu og bestu vörumerkjunum okkar, gjafir sem munu án efa hitta beint í mark.

Samstarf