Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júlí 2023 18:12 Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka. VÍSIR/VILHELM Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi. Í svörunum sem birt eru á vef bankans segir að samningur sem gerður var við Birnu um starfslok sé í fullu samræmi við ráðningarsamning hennar. Hann rúmist innan starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og gildandi lög um fjármálafyrirtæki. Háværar kröfur voru um að starfslokasamningur Birnu yrði birtur strax og hún sagði upp störfum, í upphafi júlímánaðar. Við tilefnið sagði stjórnarformaður bankans að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til málsins en Birna sagði upp störfum sem bankastjóri þann 28. júní síðastliðinn. „Ráðningarsamningurinn kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Fara þær greiðslur fram mánaðarlega yfir tólf mánaða tímabil í formi launagreiðslna,“ segir í svörum stjórnar bankans. Til samanburðar fékk Höskuldur Ólafsson, þáverandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir króna þegar hann sagði upp störfum í apríl árið 2019. Í svörum stjórnar Íslandsbanka til hluthafa er jafnframt tekið fram að Birna haldi auk þess réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á tólf mánaða tímabili. Önnur ákvæði eru jafnframt stöðluð og í samræmi við ráðningarsamning og viðeigandi kjarasamninga, að því er segir á vef bankans. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10 Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Í svörunum sem birt eru á vef bankans segir að samningur sem gerður var við Birnu um starfslok sé í fullu samræmi við ráðningarsamning hennar. Hann rúmist innan starfskjarastefnu bankans sem samþykkt var á síðasta aðalfundi og gildandi lög um fjármálafyrirtæki. Háværar kröfur voru um að starfslokasamningur Birnu yrði birtur strax og hún sagði upp störfum, í upphafi júlímánaðar. Við tilefnið sagði stjórnarformaður bankans að stjórnin hefði ekki tekið afstöðu til málsins en Birna sagði upp störfum sem bankastjóri þann 28. júní síðastliðinn. „Ráðningarsamningurinn kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Fara þær greiðslur fram mánaðarlega yfir tólf mánaða tímabil í formi launagreiðslna,“ segir í svörum stjórnar bankans. Til samanburðar fékk Höskuldur Ólafsson, þáverandi bankastjóri Arion banka 150 milljónir króna þegar hann sagði upp störfum í apríl árið 2019. Í svörum stjórnar Íslandsbanka til hluthafa er jafnframt tekið fram að Birna haldi auk þess réttindum varðandi orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur á tólf mánaða tímabili. Önnur ákvæði eru jafnframt stöðluð og í samræmi við ráðningarsamning og viðeigandi kjarasamninga, að því er segir á vef bankans.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10 Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. 27. júní 2023 18:10
Stjórn hefur ekki tekið afstöðu til birtingar starfslokasamnings Nefndarmenn fjárlaganefndar Alþingis krefjast þess að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur strax. Stjórnarformaður bankans segir stjórn bankans ekki hafa tekið afstöðu til málsins. 2. júlí 2023 12:27