Spotify hækkar verðið Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2023 14:26 Premium áskrift fyrir einn aðila hækkar um evru og kostar nú 10,99 evrur eða um 1.600 krónur á mánuði. Getty/Nikos Pekiaridis Nýir notendur tónlistarveitunnar Spotify munu frá deginum í dag greiða eina evru aukalega fyrir það að hlusta ekki á auglýsingar. Verð núverandi notenda hækkar eftir mánuð en forsvarsmenn Spotify tilkynntu í dag að verið væri að hækka verðið á öllum áskriftarleiðum fyrirtækisins. Í tilkynningu frá sænska fyrirtækinu segir að markaðurinn hafi þróast mikið frá því rekstur þess hófst árið 2008. Fleiri en tvö hundruð milljón manna eru áskrifendur að þjónustu Spotify og er það stærsta tónlistar- og hlaðvarpaveita heimsins. Premium áskrift fyrir einn aðila hækkar um evru og kostar nú 10,99 evrur eða um 1.600 krónur á mánuði. Aðrar áskriftarleiðir, að nemendaáskriftinni undanskilinni, hækka um tvær evrur. Premium fyrir tvo kostar 14,99 evrur eða um 2.200 krónur og fjölskyldu áskrift kostar 16,99 evrur eða um 2.500 krónur. Nemendaáskrift kostar 5,99 evrur eða um 880 krónur. Í frétt CNN segir að virði hlutabréfa Spotify hafi hækkað um rúmt prósent í aðdraganda opnunar markaða í dag. Notendum Spotify fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra á síðasta ári en þrátt fyrir það tapaði fyrirtækið 183 milljónum dala. Það samsvarar um 22,9 milljörðum króna. Spotify Fjármál heimilisins Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í tilkynningu frá sænska fyrirtækinu segir að markaðurinn hafi þróast mikið frá því rekstur þess hófst árið 2008. Fleiri en tvö hundruð milljón manna eru áskrifendur að þjónustu Spotify og er það stærsta tónlistar- og hlaðvarpaveita heimsins. Premium áskrift fyrir einn aðila hækkar um evru og kostar nú 10,99 evrur eða um 1.600 krónur á mánuði. Aðrar áskriftarleiðir, að nemendaáskriftinni undanskilinni, hækka um tvær evrur. Premium fyrir tvo kostar 14,99 evrur eða um 2.200 krónur og fjölskyldu áskrift kostar 16,99 evrur eða um 2.500 krónur. Nemendaáskrift kostar 5,99 evrur eða um 880 krónur. Í frétt CNN segir að virði hlutabréfa Spotify hafi hækkað um rúmt prósent í aðdraganda opnunar markaða í dag. Notendum Spotify fjölgaði um fimmtán prósent í fyrra á síðasta ári en þrátt fyrir það tapaði fyrirtækið 183 milljónum dala. Það samsvarar um 22,9 milljörðum króna.
Spotify Fjármál heimilisins Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira