Nýjar verðbólgutölur „mjög góð tíðindi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2023 12:07 Hildur Margrét Jóhannsdóttir er hagfræðingur hjá Landsbankanum. landsbankinn Hagfræðingur segir uppfærðar verðbólgutölur Hagstofunnar gefa góð fyrirheit og að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur. Ársverðbólga í júlí mælist minni en sérfræðingar höfðu spáð. Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“ Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum tölum Hagstofunnar fyrir júlímánuð hækkaði vísitala neysluverðs um 0,03 prósent á milli mánaða. Verðbólga á ársgrundvelli fer því úr 8,9 prósentum í 7,6 prósent. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir hjöðnunina meiri en spáð hafði verið. „Við spáðum fyrst að hún færi í 7,9 prósent, en vorum reyndar búin að lækka þá spá í 7,7. En þetta eru í raun bara mjög góð tíðindi,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Á miðvikudag var greint frá því að samdráttur í húsnæðisverði á höfuðborgarsvæðinu kæmi líklega til með að draga verðbólguna niður fyrir spár bankanna. Sú virðist hafa verið raunin. „Við sjáum að framlag húsnæðis til verðbólgunnar er að dragast saman, og líka framlag innlendrar þjónustu, þannig að það virðist bara vera að draga aðeins úr eftirspurnarþrýstingnum.“ Er þetta merki um að stýrivaxtahækkanir séu að bera árangur? „Já, þetta er merki um það og það voru einmitt komnar fram vísbendingar um það áður. Við sjáum að kortaveltan hefur dregist saman þrjá mánuði í röð, sem sýnir einmitt minni eftirspurnarþrýsting, og húsnæðisverð lækkaði í júní.“ Samverkandi þættir Uppfærðar verðbólgutölur gefi góð fyrirheit um áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Hið sama eigi við um framtíðarákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabankans um stýrivexti. „En þó er ekkert útilokað að vextir haldi eitthvað áfram að hækka,“ segir Hildur Margrét. Fleira en vaxtahækkanir spili þó inn í hjöðnunina. Til að mynda hafi 12 ára samfelldri kaupmáttaraukningu lokið í júní á síðasta ári. „Svo höfum við talað um að fólk sennilega átt einhvern uppsafnaðan sparnað eftir Covid, og það er alveg hugsanlegt að fólk sé bara búið að ganga dálítið á þann sparnað og hafi ekki það svigrúm núna.“
Verðlag Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40 Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Verðbólgan komin niður í 7,6 prósent Ársverðbólga mælist nú 7,6 prósent og minnkar töluvert frá júnímánuði þar sem hún mældist 8.9 prósent. Verðbólgan mælist þó nokkuð minni en sérfræðingar höfðu spáð. 21. júlí 2023 09:40
Kólnun á húsnæðismarkaði dragi verðbólgu niður fyrir spár Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að samdráttur í íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu geti orðið til þess að verðbólga hjaðni hraðar en spár gerðu ráð fyrir. Þó megi búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði. 19. júlí 2023 11:54