Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 17:00 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Arðsemi eiginfjár var 15,5% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 22,6% á sama tíma 2022. Þetta kemur fram í nýju fjárhagsuppgjöri bankans. Kjarnatekjur, sem eru hreinar vaxta-, þóknanatekjur og tryggingatekjur Varðar (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar) jukust um 8,0% frá öðrum ársfjórðungi 2022. Heildarþóknanir námu 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er sagður vera „sterkur fjórðungur í þóknanastarfsemi.“ Aðrar tekjur jukust sömuleiðis og munaði þar einna helst um 1,6 milljarða króna endurmat á fjárfestingareigninni Blikastöðum, landi á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar þar sem til stendur að ráðast í umfangsmikla íbúðauppbyggingu. Hreinn vaxtamunur, munur milli innláns- og útlánsvaxta bankans, var 3,2% samanborið við 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2022. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að bankinn hafi hagnast um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Íslandsbanki birtir uppgjör sitt á morgun. Kostnaður bankans á niðurleið Kostnaður Arion banka sem hlutfall af kjarnatekjum lækkar milli ára og var 39,4% á öðrum ársfjórðungi 2023 samanborið við 42,0% á sama tíma í fyrra. Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 3,6% frá árslokum 2022. Heildareignir bankans námu 1.518 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.466 milljarða króna í árslok 2022. Að sögn bankans jukust lán til viðskiptavina um 4,6% frá áramótum og nam aukningin 7,9% í lánum til fyrirtækja og 1,8% í lánum til einstaklinga, en þar er aðallega um að ræða íbúðalán. Hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi og ber uppgjör bankans merki þess, að sögn stjórnenda.Vísir/Vilhelm Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að aukning í innlánum frá viðskiptavinum hafi verið 3,4% á fyrri helmingi ársins, einkum frá einstaklingum og stærri fyrirtækjum. Heildar eigið fé bankans nam 186 milljörðum króna í lok júní. Eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 15,6 milljörðum króna en afkoma fjórðungsins kemur til hækkunar á eigin fé. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 23,9% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,9%. Hlutföllin eru sögð taka tillit til væntrar arðgreiðslu sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Í takt við væntingar Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Öll helstu fjárhagsmarkmið hafi náðst og arðsemi sé áfram umfram 13% markmið bankans. „Við sjáum þó að það hægir almennt á vexti sem kemur ekki á óvart þar sem hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi. Það eru ýmis jákvæð merki í efnahagslífinu um þessar mundir, m.a. fer verðbólgan loks lækkandi og svo hafa alþjóðlegu matsfyrirtækin S&P Global Ratings og Moody‘s bæði nýverið breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að tryggingaiðngjöld hjá Verði, sem er í eigu Arion banka, hafi aukist um 14,4% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Mestur sé vöxturinn í sölu trygginga til fyrirtækja sem sé nú hluti af fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis. Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu en það var selt til dansks fyrirtækis á 175 milljarða króna.Vísir/Arnar Þróun á Blikastaðalandi haft jákvæð áhrif á niðurstöðu Benedikt segir að Arion banki komi til með að færa 560 milljónir króna til tekna á þriðja ársfjórðungi vegna sölunnar á Kerecis til danska félagsins Coloplast en Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu. „Í júní kynnti Mosfellsbær tillögur að rammahluta aðalskipulags Blikastaðalandsins, sem er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion banka. Landið sem er um 93 hektarar verður þróað enn frekar og deiliskipulag kynnt á seinni stigum. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa um 3.700 íbúðir, blanda fjölbýlis og sérbýlis, auk 150 íbúða fyrir 55 ára og eldri, skóla, íþróttaaðstöðu og atvinnuhúsnæðis.“ Bankinn hafi hækkað verðmat sitt á landinu í ljósi minni óvissu um þróun verkefnisins sem hafi um leið haft jákvæð áhrif á niðurstöðu ársfjórðungsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Arion banki Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Arðsemi eiginfjár var 15,5% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 22,6% á sama tíma 2022. Þetta kemur fram í nýju fjárhagsuppgjöri bankans. Kjarnatekjur, sem eru hreinar vaxta-, þóknanatekjur og tryggingatekjur Varðar (án rekstrarkostnaðar tryggingastarfseminnar) jukust um 8,0% frá öðrum ársfjórðungi 2022. Heildarþóknanir námu 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi sem er sagður vera „sterkur fjórðungur í þóknanastarfsemi.“ Aðrar tekjur jukust sömuleiðis og munaði þar einna helst um 1,6 milljarða króna endurmat á fjárfestingareigninni Blikastöðum, landi á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar þar sem til stendur að ráðast í umfangsmikla íbúðauppbyggingu. Hreinn vaxtamunur, munur milli innláns- og útlánsvaxta bankans, var 3,2% samanborið við 3,1% á öðrum ársfjórðungi 2022. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að bankinn hafi hagnast um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Íslandsbanki birtir uppgjör sitt á morgun. Kostnaður bankans á niðurleið Kostnaður Arion banka sem hlutfall af kjarnatekjum lækkar milli ára og var 39,4% á öðrum ársfjórðungi 2023 samanborið við 42,0% á sama tíma í fyrra. Efnahagsreikningur bankans stækkaði um 3,6% frá árslokum 2022. Heildareignir bankans námu 1.518 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.466 milljarða króna í árslok 2022. Að sögn bankans jukust lán til viðskiptavina um 4,6% frá áramótum og nam aukningin 7,9% í lánum til fyrirtækja og 1,8% í lánum til einstaklinga, en þar er aðallega um að ræða íbúðalán. Hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi og ber uppgjör bankans merki þess, að sögn stjórnenda.Vísir/Vilhelm Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að aukning í innlánum frá viðskiptavinum hafi verið 3,4% á fyrri helmingi ársins, einkum frá einstaklingum og stærri fyrirtækjum. Heildar eigið fé bankans nam 186 milljörðum króna í lok júní. Eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 15,6 milljörðum króna en afkoma fjórðungsins kemur til hækkunar á eigin fé. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) var 23,9% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 var 18,9%. Hlutföllin eru sögð taka tillit til væntrar arðgreiðslu sem nemur 50% af hagnaði í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Í takt við væntingar Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Öll helstu fjárhagsmarkmið hafi náðst og arðsemi sé áfram umfram 13% markmið bankans. „Við sjáum þó að það hægir almennt á vexti sem kemur ekki á óvart þar sem hægt hefur á vexti í íslensku efnahagslífi. Það eru ýmis jákvæð merki í efnahagslífinu um þessar mundir, m.a. fer verðbólgan loks lækkandi og svo hafa alþjóðlegu matsfyrirtækin S&P Global Ratings og Moody‘s bæði nýverið breytt horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að tryggingaiðngjöld hjá Verði, sem er í eigu Arion banka, hafi aukist um 14,4% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Mestur sé vöxturinn í sölu trygginga til fyrirtækja sem sé nú hluti af fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði Arion banka. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis. Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu en það var selt til dansks fyrirtækis á 175 milljarða króna.Vísir/Arnar Þróun á Blikastaðalandi haft jákvæð áhrif á niðurstöðu Benedikt segir að Arion banki komi til með að færa 560 milljónir króna til tekna á þriðja ársfjórðungi vegna sölunnar á Kerecis til danska félagsins Coloplast en Arion banki var meðal fjárfesta í fyrirtækinu. „Í júní kynnti Mosfellsbær tillögur að rammahluta aðalskipulags Blikastaðalandsins, sem er stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins og er í eigu Arion banka. Landið sem er um 93 hektarar verður þróað enn frekar og deiliskipulag kynnt á seinni stigum. Gert er ráð fyrir að þar muni rísa um 3.700 íbúðir, blanda fjölbýlis og sérbýlis, auk 150 íbúða fyrir 55 ára og eldri, skóla, íþróttaaðstöðu og atvinnuhúsnæðis.“ Bankinn hafi hækkað verðmat sitt á landinu í ljósi minni óvissu um þróun verkefnisins sem hafi um leið haft jákvæð áhrif á niðurstöðu ársfjórðungsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Arion banki Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18