Neytendur

Hækkar vexti vegna stýri­vaxta­hækkana Seðla­bankans

Íslandsbanki hefur tekið af skarið og hækkað vexti í samræmi við stýrivaxtahækkun Seðlabankans, sem var kynnt 8. febrúar síðastliðinn. Yfirdráttarvextir, breytilegir vextir óverðryggða húsnæðislána, breytilegir óverðtryggðir kjörvextir og fleiri tegundir vaxta hækka um 0,5 prósentustig í byrjun næstu viku.

Neytendur

Með birgðir fram yfir helgi

Nóg af birgðum eru í Bónus fram yfir helgi. Örfáir eru byrjaðir að hamstra og labba út með fleiri vörur en venjulega. Markaðsstjórinn segist ekki of stressaður. 

Neytendur

Löng bið eftir bensíni hjá Costco

Svo virðist sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu byrjaðir að fylla á bíla sína í ljósi verkfalls olíubílstjóra sem hefst að óbreyttu á miðvikudag. Löng röð hefur verið í Costco í Kauptúni í Garðabæ í morgun eftir bensíni.

Neytendur

Bensínið gæti klárast á fimmtu­dag

Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum.

Neytendur

Endurreikna lán og hafa samband staðfesti æðri dómstólar dóminn

Landsbankinn reiknar líkt og Neytendasamtökin með að áfrýja dómi þess efnis að bankinn skuli greiða hjónum tvö hundruð þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Komist æðri dómstólar að sömu niðurstöðu ætlar bankinn að eiga frumkvæði að því að endurreikna öll lán sem falli undir fordæmið.

Neytendur

Margt sem bendi til svipaðrar þróunar og fyrir hrun

Margt bendir til þess að á Íslandi gætu farið að gerast hlutir sem ekkert eru ósvipaðir því sem gerðist við aðdraganda hruns að sögn formanns VR. Efnahagsráðgjafi SA segir stöðuna vera snúna en með mjög litlum hætti sambærilega við hvernig hún var stuttu fyrir hrun. 

Neytendur

„Allt í þessum drykk er bara drasl“

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. 

Neytendur

Verðbólga og vísitala: „Þetta er hugtak sem allir hafa heyrt“

Verðbólgan jókst í janúar og vísitala neysluverðs heldur áfram að hækka. Sérfræðingur í vísitöludeild Hagstofunnar segir fólk stundum skorta dýpri skilning á hvað vísitalan felur í sér og hvaða áhrif hún hefur á verðbólguna. Hægt sé að taka dæmi um matarkörfu til að útskýra muninn.

Neytendur

Loppu­markaðir hækka þóknun á seldum vörum

Loppumarkaðirnir Extraloppan, Barnaloppan og Gullið mitt hækkuðu þóknun á seldum vörum fyrir skömmu. Hækkunin sem um ræðir, 3% og 5%, var hvergi auglýst. Eigandi Extraloppunar segir reksturinn erfiðan og að hækkunin hafi verið nauðsynleg.

Neytendur

Hætta á að launa­hækkanir verði notaðar sem tylli­á­stæða fyrir verð­hækkanir

Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag.

Neytendur

Sjón­varps­kaup­endum vel­komið að fá mis­muninn endur­greiddan

Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun.

Neytendur

Sjón­varpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verð­saman­burð

Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO.

Neytendur

Krefjast fundar með ráðherrum sem allra fyrst vegna tolla

VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Félag atvinnurekenda hafa óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða lækkun og niðurfelllingu tolla í þágu neytenda.

Neytendur

Sekta fimm­tán veitinga­staði í mat­höllum

Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum.

Neytendur