Fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann var ófær um að nota Bjarki Sigurðsson skrifar 12. apríl 2023 21:21 Rafskútur fyrir eldri borgara eru stundum kallaðar ellinöðrur. Þessi ellinaðra er svipuð þeirri sem maðurinn keypti. Getty Níræður karlmaður fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann keypti frá fyrirtæki sem selur rafdrifin fjörhjól til eldri borgara. Daginn eftir kaupin mundi hann ekki eftir þeim en hann er með öllu ófær um að stjórna því. Að mati kærunefndar krafðist maðurinn endurgreiðslu innan þess ramma sem leyfilegt er. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd kaup áttu sér stað í júní árið 2022. Þá kom starfsmaður ónefnds fyrirtækis sem selur hjól ætluð eldri borgurum á heimili mannsins en hann býr í öryggisíbúð á hjúkrunarheimili. Keypti hann af honum rafmagnshjól á rétt rúmlega 600 þúsund krónur. Stjórnendur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins höfðu enga vitneskju um heimsókn sölumannsins. Daginn eftir hafði dóttir mannsins samband við söluaðilann og óskaði eftir því að fá endurgreitt og að hjólinu yrði skilað. Var því hafnað af söluaðila, sem og tveimur ítrekunum. Maðurinn gat með engu móti nýtt sér hjólið þar sem hann er með skerta líkamlega og vitsmunalega getu. Þar af leiðandi var hann hættulegur sjálfum sér og öðrum myndi hann nota það. Lyklarnir af hjólinu voru teknir af manninum tveimur dögum eftir kaupin og því komið fyrir í geymslu á hjúkrunarheimilinu. Þann dag mundi maðurinn ekki eftir því að hafa keypt hjólið og kvaðst vera með það í láni frá sölumanninum. Fyrirtækið sagði manninn hafa prófað hjólið sama dag og hann keypti það á bílastæði fyrir utan heimilið. Leist honum vel á það og staðgreiddi með greiðslukorti. Voru forsvarsmenn fyrirtækisins undrandi á viðbrögðum aðstandenda mannsins um að hann þyrfti að fá endurgreitt. Maðurinn hafi virst áttaður og skýr og sé fjárráða. Ekkert hafi bent til þess að hann hafi verið ófær um að aka hjólinu eða taka eigin ákvarðanir. Því var kröfunni hafnað. Vísaði fjölskylda mannsins til þess að samkvæmt lögum um samninga sem gerðir eru utan fastra starfsstöðvar hafi neytandi fjórtán daga frest til að falla frá samningi. Neytandi þurfi ekki að tilgreina ástæðu. Kærunefndin tók undir þetta og var því fyrirtækinu gert að endurgreiða manninum hjólið að fullu. Þó var dregin frá upphæð sem samsvaraði kostnaði við lagfæringu á lakkskemmd sem varð á hjólinu þann stutta tíma sem það var í eigu mannsins. Tengd skjöl 3225_UrskurdurimalinrPDF138KBSækja skjal Neytendur Eldri borgarar Samgöngur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd kaup áttu sér stað í júní árið 2022. Þá kom starfsmaður ónefnds fyrirtækis sem selur hjól ætluð eldri borgurum á heimili mannsins en hann býr í öryggisíbúð á hjúkrunarheimili. Keypti hann af honum rafmagnshjól á rétt rúmlega 600 þúsund krónur. Stjórnendur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins höfðu enga vitneskju um heimsókn sölumannsins. Daginn eftir hafði dóttir mannsins samband við söluaðilann og óskaði eftir því að fá endurgreitt og að hjólinu yrði skilað. Var því hafnað af söluaðila, sem og tveimur ítrekunum. Maðurinn gat með engu móti nýtt sér hjólið þar sem hann er með skerta líkamlega og vitsmunalega getu. Þar af leiðandi var hann hættulegur sjálfum sér og öðrum myndi hann nota það. Lyklarnir af hjólinu voru teknir af manninum tveimur dögum eftir kaupin og því komið fyrir í geymslu á hjúkrunarheimilinu. Þann dag mundi maðurinn ekki eftir því að hafa keypt hjólið og kvaðst vera með það í láni frá sölumanninum. Fyrirtækið sagði manninn hafa prófað hjólið sama dag og hann keypti það á bílastæði fyrir utan heimilið. Leist honum vel á það og staðgreiddi með greiðslukorti. Voru forsvarsmenn fyrirtækisins undrandi á viðbrögðum aðstandenda mannsins um að hann þyrfti að fá endurgreitt. Maðurinn hafi virst áttaður og skýr og sé fjárráða. Ekkert hafi bent til þess að hann hafi verið ófær um að aka hjólinu eða taka eigin ákvarðanir. Því var kröfunni hafnað. Vísaði fjölskylda mannsins til þess að samkvæmt lögum um samninga sem gerðir eru utan fastra starfsstöðvar hafi neytandi fjórtán daga frest til að falla frá samningi. Neytandi þurfi ekki að tilgreina ástæðu. Kærunefndin tók undir þetta og var því fyrirtækinu gert að endurgreiða manninum hjólið að fullu. Þó var dregin frá upphæð sem samsvaraði kostnaði við lagfæringu á lakkskemmd sem varð á hjólinu þann stutta tíma sem það var í eigu mannsins. Tengd skjöl 3225_UrskurdurimalinrPDF138KBSækja skjal
Neytendur Eldri borgarar Samgöngur Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira