Fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann var ófær um að nota Bjarki Sigurðsson skrifar 12. apríl 2023 21:21 Rafskútur fyrir eldri borgara eru stundum kallaðar ellinöðrur. Þessi ellinaðra er svipuð þeirri sem maðurinn keypti. Getty Níræður karlmaður fær endurgreitt fyrir ellinöðru sem hann keypti frá fyrirtæki sem selur rafdrifin fjörhjól til eldri borgara. Daginn eftir kaupin mundi hann ekki eftir þeim en hann er með öllu ófær um að stjórna því. Að mati kærunefndar krafðist maðurinn endurgreiðslu innan þess ramma sem leyfilegt er. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd kaup áttu sér stað í júní árið 2022. Þá kom starfsmaður ónefnds fyrirtækis sem selur hjól ætluð eldri borgurum á heimili mannsins en hann býr í öryggisíbúð á hjúkrunarheimili. Keypti hann af honum rafmagnshjól á rétt rúmlega 600 þúsund krónur. Stjórnendur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins höfðu enga vitneskju um heimsókn sölumannsins. Daginn eftir hafði dóttir mannsins samband við söluaðilann og óskaði eftir því að fá endurgreitt og að hjólinu yrði skilað. Var því hafnað af söluaðila, sem og tveimur ítrekunum. Maðurinn gat með engu móti nýtt sér hjólið þar sem hann er með skerta líkamlega og vitsmunalega getu. Þar af leiðandi var hann hættulegur sjálfum sér og öðrum myndi hann nota það. Lyklarnir af hjólinu voru teknir af manninum tveimur dögum eftir kaupin og því komið fyrir í geymslu á hjúkrunarheimilinu. Þann dag mundi maðurinn ekki eftir því að hafa keypt hjólið og kvaðst vera með það í láni frá sölumanninum. Fyrirtækið sagði manninn hafa prófað hjólið sama dag og hann keypti það á bílastæði fyrir utan heimilið. Leist honum vel á það og staðgreiddi með greiðslukorti. Voru forsvarsmenn fyrirtækisins undrandi á viðbrögðum aðstandenda mannsins um að hann þyrfti að fá endurgreitt. Maðurinn hafi virst áttaður og skýr og sé fjárráða. Ekkert hafi bent til þess að hann hafi verið ófær um að aka hjólinu eða taka eigin ákvarðanir. Því var kröfunni hafnað. Vísaði fjölskylda mannsins til þess að samkvæmt lögum um samninga sem gerðir eru utan fastra starfsstöðvar hafi neytandi fjórtán daga frest til að falla frá samningi. Neytandi þurfi ekki að tilgreina ástæðu. Kærunefndin tók undir þetta og var því fyrirtækinu gert að endurgreiða manninum hjólið að fullu. Þó var dregin frá upphæð sem samsvaraði kostnaði við lagfæringu á lakkskemmd sem varð á hjólinu þann stutta tíma sem það var í eigu mannsins. Tengd skjöl 3225_UrskurdurimalinrPDF138KBSækja skjal Neytendur Eldri borgarar Samgöngur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Umrædd kaup áttu sér stað í júní árið 2022. Þá kom starfsmaður ónefnds fyrirtækis sem selur hjól ætluð eldri borgurum á heimili mannsins en hann býr í öryggisíbúð á hjúkrunarheimili. Keypti hann af honum rafmagnshjól á rétt rúmlega 600 þúsund krónur. Stjórnendur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins höfðu enga vitneskju um heimsókn sölumannsins. Daginn eftir hafði dóttir mannsins samband við söluaðilann og óskaði eftir því að fá endurgreitt og að hjólinu yrði skilað. Var því hafnað af söluaðila, sem og tveimur ítrekunum. Maðurinn gat með engu móti nýtt sér hjólið þar sem hann er með skerta líkamlega og vitsmunalega getu. Þar af leiðandi var hann hættulegur sjálfum sér og öðrum myndi hann nota það. Lyklarnir af hjólinu voru teknir af manninum tveimur dögum eftir kaupin og því komið fyrir í geymslu á hjúkrunarheimilinu. Þann dag mundi maðurinn ekki eftir því að hafa keypt hjólið og kvaðst vera með það í láni frá sölumanninum. Fyrirtækið sagði manninn hafa prófað hjólið sama dag og hann keypti það á bílastæði fyrir utan heimilið. Leist honum vel á það og staðgreiddi með greiðslukorti. Voru forsvarsmenn fyrirtækisins undrandi á viðbrögðum aðstandenda mannsins um að hann þyrfti að fá endurgreitt. Maðurinn hafi virst áttaður og skýr og sé fjárráða. Ekkert hafi bent til þess að hann hafi verið ófær um að aka hjólinu eða taka eigin ákvarðanir. Því var kröfunni hafnað. Vísaði fjölskylda mannsins til þess að samkvæmt lögum um samninga sem gerðir eru utan fastra starfsstöðvar hafi neytandi fjórtán daga frest til að falla frá samningi. Neytandi þurfi ekki að tilgreina ástæðu. Kærunefndin tók undir þetta og var því fyrirtækinu gert að endurgreiða manninum hjólið að fullu. Þó var dregin frá upphæð sem samsvaraði kostnaði við lagfæringu á lakkskemmd sem varð á hjólinu þann stutta tíma sem það var í eigu mannsins. Tengd skjöl 3225_UrskurdurimalinrPDF138KBSækja skjal
Neytendur Eldri borgarar Samgöngur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira