„Allt að 70% afsláttur“ reyndist iðulega einungis fimm prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 11:53 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt. Í desember árið 2021 auglýsti dekk1.is að á vefsíðunni væri allt að 70 prósent afsláttur í Cyberviku. Þá hafði fyrirtækið einnig auglýst gámatilboð og aðra afslætti eftir að Cybervikunni lauk. Við ítarlega athugun Neytendastofu kom í ljós að einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti og þá iðulega einungis á fimm prósent afslætti. Athugun Neytendastofu leiddi í ljós að engin dekk voru fáanleg á auglýstum 70 prósent afslætti. Gerir Neytendastofa einnig athugasemd við að auglýst hafi verið að tilboðið stæði aðeins í takmarkaðan tíma þar sem sú var ekki raunin. Þá notaði félagið orðið „gámatilboð“ án þess að um tilboð eða raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða. „Í svörum félagsins kom fram að félagið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum laga þar sem að á meðan Cyber Monday stóð hafi verið veittur 70% afsláttur af völdum dekkjum. Þá hafi einnig verið ákveðið að hækka afslætti enn frekar eftir að Cyber Monday lauk og hækkaði því afsláttur af dekkjum í svokölluðu „gámatilboði“ úr 5% í 15%. Að lokum tiltók félagið að mikið hafi selst af dekkjum á afslætti umrædda daga en því miður ekki sú stærð sem boðin hafi verið á hæsta afslættinum, þ.e. 70%, og því séu ekki til sölukvittanir vegna slíkra viðskipta,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu um ákvörðunina. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi ekki sýnt fram á að nokkur dekk hafi verið með 70 prósent afslætti á því tímabili sem um ræddi. Þá var notkun orðsins „gámatilboð“ villandi þar sem ekki var um raunverulegt tilboð að ræða. Að lokum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsing við lok Cyberviku, sem staðhæfði ranglega að einungis nokkrir klukkutímar væru til stefnu til að nýta sér fyrirliggjandi tilboð, teldist óréttmætir viðskiptahættir. Því var dekk1.is bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti og sektað um 200 þúsund krónur. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Í desember árið 2021 auglýsti dekk1.is að á vefsíðunni væri allt að 70 prósent afsláttur í Cyberviku. Þá hafði fyrirtækið einnig auglýst gámatilboð og aðra afslætti eftir að Cybervikunni lauk. Við ítarlega athugun Neytendastofu kom í ljós að einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti og þá iðulega einungis á fimm prósent afslætti. Athugun Neytendastofu leiddi í ljós að engin dekk voru fáanleg á auglýstum 70 prósent afslætti. Gerir Neytendastofa einnig athugasemd við að auglýst hafi verið að tilboðið stæði aðeins í takmarkaðan tíma þar sem sú var ekki raunin. Þá notaði félagið orðið „gámatilboð“ án þess að um tilboð eða raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða. „Í svörum félagsins kom fram að félagið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum laga þar sem að á meðan Cyber Monday stóð hafi verið veittur 70% afsláttur af völdum dekkjum. Þá hafi einnig verið ákveðið að hækka afslætti enn frekar eftir að Cyber Monday lauk og hækkaði því afsláttur af dekkjum í svokölluðu „gámatilboði“ úr 5% í 15%. Að lokum tiltók félagið að mikið hafi selst af dekkjum á afslætti umrædda daga en því miður ekki sú stærð sem boðin hafi verið á hæsta afslættinum, þ.e. 70%, og því séu ekki til sölukvittanir vegna slíkra viðskipta,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu um ákvörðunina. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi ekki sýnt fram á að nokkur dekk hafi verið með 70 prósent afslætti á því tímabili sem um ræddi. Þá var notkun orðsins „gámatilboð“ villandi þar sem ekki var um raunverulegt tilboð að ræða. Að lokum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsing við lok Cyberviku, sem staðhæfði ranglega að einungis nokkrir klukkutímar væru til stefnu til að nýta sér fyrirliggjandi tilboð, teldist óréttmætir viðskiptahættir. Því var dekk1.is bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti og sektað um 200 þúsund krónur. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira