Neytendur

Inn­kalla IKEA kjúk­linganagga vegna að­skota­hlutar

Máni Snær Þorláksson skrifar
Matfugl hefur innkallað eina framleiðslulotu af IKEA kjúklinganöggum.
Matfugl hefur innkallað eina framleiðslulotu af IKEA kjúklinganöggum. Vísir/Vilhelm

Matfugl ehf. hefur í varúðarskyni ákveðið að innkalla eina framleiðslulotu af IKEA kjúklinganöggum vegna aðskotahlutar úr hörðu plasti sem fannst í pakkningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fram kemur í tilkynningunni að einungis er um að ræða pakkningar með lotunúmerinu 174080-3-08-1 með best fyrir dagsetninguna 21/12/2023. 

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni til Matfugls ehf, Völuteigi 2, Mosfellsbæ eða í verslun IKEA, Kauptúni 4, Garðabæ. Þá biðst fyrirtækið velvirðingar á þeim óþægindum sem innköllunin kann að valda neytendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×