Neytendur

60 prósenta verðmunur á nautalund

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
60 prósent munur var á hæsta og lægsta kílóverði af frosinni nautalund. Lægst var verðið í Nettó, 4.999 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 7.998 kr.
60 prósent munur var á hæsta og lægsta kílóverði af frosinni nautalund. Lægst var verðið í Nettó, 4.999 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 7.998 kr. Vísir

Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars.

Bónus var oftast með lægsta verðið, í 78 tilvikum, Fjarðarkaup næst oftast, í 33 tilvikum og Krónan í 22 tilvikum. Iceland var oftast með hæsta verðið, í 53 tilvikum, Heimkaup í 44 tilvikum og Hagkaup í 28 tilvikum. Af þeim vörum sem voru til skoðunar í könnuninni átti Fjarðarkaup flestar, 139 af 140 en Hagkaup fæstar, 100.

Heimkaup var með hæsta meðalverð sem var að meðaltali 36 prósent hærra en lægsta verð.

Yfir 40 prósent munur var á hæsta og lægsta verði á helmingi varanna í könnuninni eða á 73 vörum af 142. Þar af var yfir 60 prósent verðmunur á 47 vörum.

Sem dæmi má nefna 101 prósent verðmun á kílóverði af ódýrasta samlokubrauði sem fékkst í verslununum, 60 prósent verðmun á frosinni nautalund, 48 prósent verðmun á kjúklingastrimlum og 166 prósent verðmun á lægsta kílóverði af rauðkáli.

Oft mikill munur á hæsta og lægsta verði á kjöt- og fiskvöru

60 prósent munur var á hæsta og lægsta kílóverði af frosinni nautalund. Lægst var verðið í Nettó, 4.999 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 7.998 kr.

Þá var 67 prósent verðmunur á frosinni kalkúnabringu en lægsta kílóverðið var að finna í Fjarðarkaup, 2.869 kr. en það hæsta í Nettó og Iceland, 4.799 kr.

Mikill munur var á fleiri vörum þar sem lægsta kílóverð var skoðað en sem dæmi var 126 prósent munur á kílóverði á kleinum sem var lægst í Iceland, 1.373 kr. en hæst í Kjörbúðinni, 3.102 kr.

Þá var 166 prósent munur á lægsta kílóverði á rauðkáli í krukku eða dós, 206 prósent verðmunur á hæsta og lægsta kílóverði af frosnu mangói, 117 prósent munur á kílóverði af haframjöli og 265prósent munur á lítraverði af fljótandi þvottaefni frá Neutral.

Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Smáratorgi, Krónunni Lindum, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Smáralind, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is.

Niðurstöður verðkönnunar ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×