Neytendur

Litlar málmflísar fundust í Haribo sælgæti

Máni Snær Þorláksson skrifar
Ákveðnar framleiðslulotur af Haribo sælgætinu hafa verið innkallaðar sökum málmflísa sem fundust.
Ákveðnar framleiðslulotur af Haribo sælgætinu hafa verið innkallaðar sökum málmflísa sem fundust. Vísir

Litlar málmflísar fundust í sælgæti frá Haribo og hefur Matvælastofnun því varað við neyslu á vissum framleiðsludagsetningum af Haribo sælgæti. Fyrirtækið Danól flytur vörurnar inn og hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna af markaði.

Umrædd innköllun á einungis við um ákveðnar framleiðslulotur af Click Mix, Stjerne Mix og Sutter Skum frá Haribo. Innköllunin varðar Click Mix í 120 gramma pokum sem er best fyrir dagsetningarnar 04/2024 og 05/2025, Stjerne Mix í 275 gramma pokum sem er best fyrir dagsetningu 03/2024 og Sutter Skum í 100 gramma pokum sem er best fyrir 01/2024.

Innflytjandi sælgætisins er Danól ehf. sem staðsett er í Fosshálsi 25, 110 Reykjavík. Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í þá verslun sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Vörunum var dreift í eftirfarandi verslanir: Bónus, Hagkaup, Fjarðarkaup, Heimkaup, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin Extra, Melabúðin, Verslunin Álfheimar ehf, Kaupfélag Skagfirðinga og Corner shop.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×