Innlent Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. Innlent 25.1.2024 16:56 Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. Innlent 25.1.2024 16:10 Rafmagn komið aftur á Suðurnesjum Rafmagn er komið aftur á Suðurnesjum en rafmagnslaust varð í Keflavík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar fyrir um klukkustund. Innlent 25.1.2024 16:06 Rafmagn komið á að nýju Rafmagn fór af miðbæ Reykjavíkur og svæðum í kring vegna háspennubilunar laust fyrir klukkan 16. Innlent 25.1.2024 16:00 Hættumat fært niður en hætta af sprungum enn mjög mikil Hætta í tengslum við sprungur innan Grindavíkur er áfram metin mjög mikil í uppfærðu hættumati. Heildarhættumat fyrir Grindavík hefur verið fært niður í appelsínugult, töluverð hætta. Innlent 25.1.2024 15:19 Rafmagnslaust eftir að eldingu laust niður á Suðurnesjalínu Íbúar í Keflavík, Njarðvík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar á Suðurnesjum hafa ekkert rafmagn sem stendur. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að öllum líkindum að eldingu hafi lostið niður á Suðurnesjalínu I. Innlent 25.1.2024 15:06 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Innlent 25.1.2024 14:22 Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. Innlent 25.1.2024 14:11 Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. Innlent 25.1.2024 13:42 Bein útsending: Landlæknir kynnir aðgerðir gegn sjálfsvígum Landlæknir kynnir í dag nýja aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum. Stofna á nýja miðstöð um sjálfsvígsforvarnir og sjóð til að sporna gegn þeim. Innlent 25.1.2024 13:31 Bjarni felur Brynjari að leiða aðgerðir gegn gullhúðun Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. Innlent 25.1.2024 13:08 Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Innlent 25.1.2024 13:00 „Já, ég er maðurinn sem kvartaði undan snjómokstrinum“ Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti stígur fram og játar fúslega að hafa verið sá sem kvartaði undan snjómokstrinum. Tómas telur sig hafa ærna ástæðu til og honum gremst að vera hafður að háði og spotti meðal annars af borgarfulltrúa vegna málsins. Innlent 25.1.2024 12:06 Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. Innlent 25.1.2024 12:00 Innbrotum fækkaði í desember Færri tilkynningar bárust til lögreglu vegna innbrota og þjófnaðar í desember en mánuðinn á undan. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls bárust 745 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember. Innlent 25.1.2024 11:54 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins en henni var í gær vísað til Ríkissáttasemjara. Innlent 25.1.2024 11:35 Telja brotið á mannréttindum flugfólks ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum. Innlent 25.1.2024 10:50 Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. Innlent 25.1.2024 10:49 Myndband: Eldingum laust niður á höfuðborgarsvæðinu Upptökur úr vefmyndavélum á Perlunni sýna tvær öflugar eldingar, sem laust niður vestan við Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun. Innlent 25.1.2024 10:37 Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. Innlent 25.1.2024 09:02 Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. Innlent 25.1.2024 06:46 Fjölmennt í fangageymslu í nótt Nokkrir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar. Innlent 25.1.2024 06:42 Lögreglumönnum oftar hótað vegna vinnu sinnar Lögreglumönnum er oftar hótað vegna vinnu sinnar. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukna hörku í undirheimum og að „sakleysi íslenskt samfélags sé horfið“. Innlent 25.1.2024 06:37 Appelsínugul viðvörun og hviður fyrir austan yfir 35 metrar á sekúndu Gular viðvaranir taka gildi í nótt um mest allt land Appelsínugulri viðvörun hefur verið spáð á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Spáð er sunnan 20-28 metrum á sekúndu og vindhviðum yfir 35 metrum á sekúndu fyrir austan. Innlent 24.1.2024 23:32 Meirihluti fundarmanna vill falla frá sameiningu Talsverður meirihluti fundarmanna á svokölluðum háskólafundi í Háskólanum á Akureyri greiddi atkvæði með ályktun um að fallið yrði frá fyrirhugaðri sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Innlent 24.1.2024 22:54 Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. Innlent 24.1.2024 21:35 Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. Innlent 24.1.2024 21:30 Heilmikið byggt í Borgarnesi Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. Innlent 24.1.2024 21:03 Ákærður fyrir að gabba lögreglu: „Höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa“ Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, með því að senda falska sprengjuhótun á stofnanir Reykjanesbæjar. Meðal stofnanna voru nokkrir leikskólar og ráðhús bæjarins var rýmt vegna hótananna. Innlent 24.1.2024 20:47 Sjálfstæðismenn með mikla fyrirvara við frumvarp forsætisráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag. Innlent 24.1.2024 20:01 « ‹ 292 293 294 295 296 297 298 299 300 … 334 ›
Erfið akstursskilyrði og mikið um óhöpp Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. Innlent 25.1.2024 16:56
Byggja hverfi fyrir aldraða á Gunnarshólma Byggja á upp fimm þúsund íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma norður við Suðurlandsveg við Hólmsheiði og Rauðavatn. Bæjarráð Kópavogs komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í dag. Innlent 25.1.2024 16:10
Rafmagn komið aftur á Suðurnesjum Rafmagn er komið aftur á Suðurnesjum en rafmagnslaust varð í Keflavík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar fyrir um klukkustund. Innlent 25.1.2024 16:06
Rafmagn komið á að nýju Rafmagn fór af miðbæ Reykjavíkur og svæðum í kring vegna háspennubilunar laust fyrir klukkan 16. Innlent 25.1.2024 16:00
Hættumat fært niður en hætta af sprungum enn mjög mikil Hætta í tengslum við sprungur innan Grindavíkur er áfram metin mjög mikil í uppfærðu hættumati. Heildarhættumat fyrir Grindavík hefur verið fært niður í appelsínugult, töluverð hætta. Innlent 25.1.2024 15:19
Rafmagnslaust eftir að eldingu laust niður á Suðurnesjalínu Íbúar í Keflavík, Njarðvík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar á Suðurnesjum hafa ekkert rafmagn sem stendur. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að öllum líkindum að eldingu hafi lostið niður á Suðurnesjalínu I. Innlent 25.1.2024 15:06
Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Innlent 25.1.2024 14:22
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. Innlent 25.1.2024 14:11
Enginn þurfi á átökum og ófriði að halda Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það eðlilegt að tekist sé á þegar verið er að ræða kjarasamninga. Ófriður á vinnumarkaði gagnist ekki neinum á þessum tímapunkti. Kjaraviðræðum SA og breiðfylkingar ASÍ var vísað til Ríkissáttasemjara í gær. Innlent 25.1.2024 13:42
Bein útsending: Landlæknir kynnir aðgerðir gegn sjálfsvígum Landlæknir kynnir í dag nýja aðgerðaáætlun gegn sjálfsvígum. Stofna á nýja miðstöð um sjálfsvígsforvarnir og sjóð til að sporna gegn þeim. Innlent 25.1.2024 13:31
Bjarni felur Brynjari að leiða aðgerðir gegn gullhúðun Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. Innlent 25.1.2024 13:08
Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Innlent 25.1.2024 13:00
„Já, ég er maðurinn sem kvartaði undan snjómokstrinum“ Tómas Skúlason íbúi í Breiðholti stígur fram og játar fúslega að hafa verið sá sem kvartaði undan snjómokstrinum. Tómas telur sig hafa ærna ástæðu til og honum gremst að vera hafður að háði og spotti meðal annars af borgarfulltrúa vegna málsins. Innlent 25.1.2024 12:06
Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. Innlent 25.1.2024 12:00
Innbrotum fækkaði í desember Færri tilkynningar bárust til lögreglu vegna innbrota og þjófnaðar í desember en mánuðinn á undan. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls bárust 745 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember. Innlent 25.1.2024 11:54
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kjaradeilu Breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins en henni var í gær vísað til Ríkissáttasemjara. Innlent 25.1.2024 11:35
Telja brotið á mannréttindum flugfólks ADHD samtökin telja ljóst að brotið sé með margvíslegum hætti á ýmsum grundvallarréttindum fólks sem starfar við flug á Íslandi með innleiðingu skimana flugáhafna vegna notkunar geðvirkra efna á borð við lyfja við ADHD. Samtökin kalla eftir skýringum frá Samgöngustofu, Isavia, íslensku flugfélögunum og fleirum. Innlent 25.1.2024 10:50
Sáttasemjari ekki búinn að boða til fundar Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar hjá breiðfylkingu verkalýðsfélaga í ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir að upp úr viðræðum þeirra slitnaði í gær. Það staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissaksóknari í samtali við fréttastofu. Innlent 25.1.2024 10:49
Myndband: Eldingum laust niður á höfuðborgarsvæðinu Upptökur úr vefmyndavélum á Perlunni sýna tvær öflugar eldingar, sem laust niður vestan við Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun. Innlent 25.1.2024 10:37
Vilhjálmur „ofboðslega svekktur og sorgmæddur“ yfir viðræðuslitunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að fyrirkomulagið sem verkalýðshreyfingin viðhafði í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins sé reynt til þrautar. Innlent 25.1.2024 09:02
Hlakka til að skrúfa frá í febrúar Ísafjarðarbær á von á því að fá aðföng til þess að geta gert við sundlaugina á Þingeyri í febrúar. Forstöðukona segir gesti sársakna laugarinnar. Innlent 25.1.2024 06:46
Fjölmennt í fangageymslu í nótt Nokkrir gistu í fangageymslum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar. Innlent 25.1.2024 06:42
Lögreglumönnum oftar hótað vegna vinnu sinnar Lögreglumönnum er oftar hótað vegna vinnu sinnar. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir aukna hörku í undirheimum og að „sakleysi íslenskt samfélags sé horfið“. Innlent 25.1.2024 06:37
Appelsínugul viðvörun og hviður fyrir austan yfir 35 metrar á sekúndu Gular viðvaranir taka gildi í nótt um mest allt land Appelsínugulri viðvörun hefur verið spáð á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi. Spáð er sunnan 20-28 metrum á sekúndu og vindhviðum yfir 35 metrum á sekúndu fyrir austan. Innlent 24.1.2024 23:32
Meirihluti fundarmanna vill falla frá sameiningu Talsverður meirihluti fundarmanna á svokölluðum háskólafundi í Háskólanum á Akureyri greiddi atkvæði með ályktun um að fallið yrði frá fyrirhugaðri sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Innlent 24.1.2024 22:54
Næsti fasi að slíta viðræðum og ráðast í aðgerðir Kjaraviðræðum breiðfylkingar stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtaka atvinnulífsins hefur verið vísað til ríkissáttasemjara eftir árangurslausan fund í dag. Formaður VR segir grafalvarlegt mál að deilan sé nú komin í þennan farveg. Innlent 24.1.2024 21:35
Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. Innlent 24.1.2024 21:30
Heilmikið byggt í Borgarnesi Heilmikil uppbygging á sér nú stað í Borgarnesi enda mikið byggt af nýju húsnæði á staðnum. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag með sína 4.300 íbúa en íbúafjölgunin hefur verið um sex prósent á ári síðustu árin, sem þykir mjög gott, enda sveitarstjórinn ánægður með stöðu mála. Innlent 24.1.2024 21:03
Ákærður fyrir að gabba lögreglu: „Höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa“ Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, með því að senda falska sprengjuhótun á stofnanir Reykjanesbæjar. Meðal stofnanna voru nokkrir leikskólar og ráðhús bæjarins var rýmt vegna hótananna. Innlent 24.1.2024 20:47
Sjálfstæðismenn með mikla fyrirvara við frumvarp forsætisráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag. Innlent 24.1.2024 20:01