Innlent

Komu skútu með tólf manns um borð til að­stoðar

Atli Ísleifsson skrifar
Mynd af björgunarskipinu Þór í Vestmannaeyjum.
Mynd af björgunarskipinu Þór í Vestmannaeyjum. Björgunarfélag Vestmannaeyja

Björgunarsveit í Vestmannaeyjum var kölluð út eftir að aðstoðarbeiðni barst frá erlendi skútu með tólf manns um borð djúpt suður af landinu í nótt. Björgunarskip er nú með skútuna í togi á leið til landsins, en tólf manns voru þar um borð.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.

Hann segir að nóttin hafi almennt verið róleg hjá björgunarsveitum en að um miðnætti hafi beiðnin borist frá umræddri skútu sem hafi lent lent í vandræðum.

„Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum hélt áleiðis til móts við skútuna sem var ríflega 160 mílur suðaustur af Vestmannaeyjum og er núna með skútuna í togi. Þau voru með rifin segl, eldsneytislítil og sáu ekki fram á að komast til landsins með vélarafli. Það voru þarna tólf manns um borð, erlend skúta sem virðist hafa verið á leið til landsins.“

Það amar ekkert að fólkinu um borð?

„Nei, það eru einhver smá meiðsli en ekkert stórt,“ segir Jón Þór.

Hann segir að á landi hafi ekki verið mikið að gera hjá björgunarsveitarfólki þrátt fyrir mikið hvassviðri og hríðarveður. „Það var eitthvað um smá vandræðum á ferðafólki fyrir austan á Fagradal en annars hefur þetta verið rólegt.“


Tengdar fréttir

Stærðar snjó­skaflar og nagla­dekkin sett aftur á

Tveggja metra snjóskaflar og hríðarbylur blasti við starfsmönnum Landsvirkjunar þegar þeir mættu til vinnu í morgun á Þeistareykjum á Norðurlandi. Öll ummerki sumars voru fjarlægð á einni nóttu á svæðinu en eins og greint hefur verið frá gildir appelsínugul veðurviðvörun víðs vegar á landinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×