Innlent

Líkfundur í Þórs­mörk

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ekki er talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.
Ekki er talið að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Stöð 2/Einar Árnason.

Vegfarendur í Þórsmörk gengu fram á látinn mann í gærkvöldi. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið en ekki er grunur um að andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Ríkisútvarpið greindi frá.

Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Málið er á frumstigi rannsóknar og hann segist ekki geta tjáð sig frekar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×