Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 18:30 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur áhyggjur af vaxandi hlutfalli erlendra ríkisborgara í fangaklefum landsins. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira