Innlent

Bæjar­full­trúi að­stoðar ráð­herra

Árni Sæberg skrifar
Andri Steinn aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið.
Andri Steinn aðstoðar Áslaugu Örnu tímabundið. Vísir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðið Andra Stein Hilmarsson sem tímabundinn aðstoðarmann sinn í stað Eydísar Örnu Líndal, sem er í fæðingarorlofi.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Andri Steinn hafi hafið störf um miðjan maí og starfi samhliða Áslaugu Huldu Jónsdóttur.

Andri Steinn hafi starfað fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokksins á Alþingi síðan 2019 og sé kjörinn bæjarfulltrúi í Kópavogi. Áður hafi hann starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og lagt stund á hagfræði við Háskóla Íslands. 

Hann sé í tímabundnu leyfi frá störfum sínum hjá þingflokknum á meðan hann starfar sem aðstoðarmaður ráðherra.

Andri Steinn sé kvæntur Sonju Anaís Ríkharðsdóttur lögfræðingi og þau eigi saman tvær dætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×