Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar. Erlent 27.1.2025 23:24
Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna. Erlent 27.1.2025 21:58
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. Innlent 27.1.2025 21:54
Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. Erlent 27.1.2025 18:04
Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Alls hafa fimm stjórnmálaflokkar fengið greiðslur úr ríkissjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni en formaður segir flokkinn munu fara í þrot, verði honum gert að greiða fjárhæðirnar til baka. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við prófessor í stjórnmálafræði í beinni um mögulegar pólitískar afleiðingar málsins. Innlent 27.1.2025 18:03
Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn og er starfslið flokksins þar með fullmannað. Í starfsmannahópnum eru fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, lögfræðingur, sálfræðingur og verkefnastjóri. Innlent 27.1.2025 17:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Karlmaður segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Héraðssaksóknara, sem hefur beint kæru mannsins á hendur Lögreglunni í Vestmannaeyjum til meðferðar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Innlent 27.1.2025 16:30
Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Íbúar í Árskógum 7, fjölbýlishúsi Búseta sem er við hliðina á „græna gímaldinu“ svokallaða í Breiðholti, afhentu borgarstjóra undirskriftalista í íbúð formanns húsfélagsins í dag. Þeir sem rita undir vilja að framkvæmdir við húsið verði stöðvaðar og undirskriftir eru vel á þriðja þúsund. Innlent 27.1.2025 16:10
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Innlent 27.1.2025 14:28
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. Innlent 27.1.2025 13:49
Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Flugbraut á Reykjavíkurflugvelli var lokað í kjölfar þess að flugvél fór út af braut við lendingu. Um var að ræða litla kennsluvél sem hlekktist á í lendingu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa ISAVIA. Atvikið átti sér stað um klukkan 11 í dag. Einn var um borð í vélinni. Innlent 27.1.2025 12:42
Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ „Faðir minn stökk fyrstur úr lestinni og ég á eftir honum. En þegar ég lenti þá sá ég hann ekki... hann var horfinn, eins og dögg fyrir sólu. Þeir tóku hann, við vissum ekki hvert. Án kossa, án kveðju þá hvarf hann. Ég sá hann aldrei aftur.“ Erlent 27.1.2025 11:57
Óvíst hvenær fundað verður aftur Enginn fundur hefur enn verið boðaður í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga en verkföll skella á að óbreyttu eftir viku. Ríkissáttasemjari segir óvíst hvenær fundað verður aftur. Innlent 27.1.2025 11:51
Engin leit í gangi að leðurblökunni Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi. Innlent 27.1.2025 11:42
Styrkjamálið vindur upp á sig Í hádegisfréttum fjöllum við um styrkjamál stjórnmálaflokkanna en það var ekki bara Flokkur fólksins sem klikkaði á því að breyta skráningu sinni eins og lög gera ráð fyrir. Innlent 27.1.2025 11:42
Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Fleiri stjórnmálaflokkar en Flokkur fólksins hafa þegið framlög úr ríkissjóði án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Til að mynda þáði Sjálfstæðisflokkurinn 167 milljónir króna árið 2022, rétt áður en skráningu flokksins var breytt. Innlent 27.1.2025 11:32
Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. Veður 27.1.2025 10:55
Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Kjörstjórn í Hvíta-Rússlandi lýsti Alexander Lúkasjenka forseta sigurvegara forsetakosninga sem fóru fram í landinu í gær. Lúkasjenka fékk 86,8 prósent atkvæða í kosningunum sem vestræn ríki segja að hafi ekki verið frjálsar. Erlent 27.1.2025 10:38
Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og ljóst að mikla vinnu þurfi innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera fleiri, en þau séu með skýra hugsjón. Innlent 27.1.2025 09:10
Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Eitthvert alverst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála var afhjúpað í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. Á svæðinu voru gamlar kempur úr flokknum, stuðningsmenn annarra formannsefna, en enginn úr þingflokknum nema Áslaug sjálf. Vísir var á svæðinu. Innlent 27.1.2025 09:00
Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Lykilsönnunargagn í stórfelldu fíknefnamáli er myndefni úr leynilegri upptöku lögreglu. Þetta myndefni var sýnt í aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Í málinu eru þrír menn ákærðir fyrir vörslu mikils magns MDMA sem er samanlagt talið hljóða upp á 25 þúsund neysluskammta. Innlent 27.1.2025 08:46
Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Mannúðarsamtök segja yfirvöld í Búlgaríu hafa hunsað neyðarkall og hindrað sjálfboðaliða í því að bjarga þremur egypskum drengjum sem síðar fundust frosnir til dauða nærri landamærum Búlgaríu og Tyrklands. Erlent 27.1.2025 07:58
Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Íbúar í norðurhluta Gasa eru farnir að snúa aftur inn á svæðið eftir að samningar náðust milli Ísraelsmanna og Hamas um lausn Arbel Yehoud, eins gíslanna sem enn eru í haldi samtakanna. Erlent 27.1.2025 06:52
Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. Erlent 27.1.2025 06:51