Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. Erlent 21.1.2025 13:59
Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. Innlent 21.1.2025 13:43
Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa. Innlent 21.1.2025 13:32
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. Innlent 21.1.2025 11:36
Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á Austfjörðum en þar hefur fjöldi fólks þurft að gista annars staðar en heima hjá sér sökum snjóflóðahættu. Innlent 21.1.2025 11:33
Segir Hitler-samanburð þreyttan Elon Musk, auðugasti maður heims, segir árásir Demókrata gegn sér vera orðnar þreyttar. Þeir þurfi að finna ný „óþrifabrögð“ því að það sé orðið þreytt að kalla fólk nasista eða Adolf Hitler. Erlent 21.1.2025 10:43
Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Óvenjukalt var á landinu í fyrra ef miðað er við veðurfar á þessari öld. Árið var það kaldasta frá 1998. Sumarið einkenndist af lægðagangi og óhagstæðri tíð með fáum hlýjum dögum. Innlent 21.1.2025 10:01
Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. Innlent 21.1.2025 09:38
Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Viðbragðsaðilar á Gasa segjast gera ráð fyrir því að yfir 10 þúsund lík sé að finna í húsarústum á svæðinu. Vonir standa til að hægt verði að fjarlægja líkin á næstu 100 dögum en skortur á jarðýtum og öðrum búnaði mun líklega seinka aðgerðum. Erlent 21.1.2025 08:58
Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins. Innlent 21.1.2025 08:46
Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga er yfirskrift fundar Samorku um áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði sem haldinn verður í dag. Innlent 21.1.2025 08:31
Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Matvælastofnun segir að komið hafi í ljós í kjölfar hópsýkingarinnar á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum að nauðsynlegt væri að skerpa á þekkingu og meðvitund almennings og matvælaframleiðenda um mikilvægi réttar meðhöndlunar á kjöti. Innlent 21.1.2025 07:46
66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. Erlent 21.1.2025 07:41
Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Veður er orðið með skaplegasta móti á Austfjörðum og nóttin var tíðindalítil að sögn Magna Hreins Jónssonar ofanflóðasérfræðings hjá Veðurstofunni sem fylgdist með í nótt. Innlent 21.1.2025 07:30
Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að eldur kom upp í pappírspressugámi í Vallakór í Kópavogi um klukkan 21 í gærkvöldi. Innlent 21.1.2025 07:28
Veður gengið niður en fer kólnandi Mikið hefur dregið úr bæði vindi og ofankomu austantil í nótt en áfram má þó búast við einhverr úrkomu á því svæði fram eftir degi. Veður 21.1.2025 07:13
Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. Erlent 21.1.2025 07:07
Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá. Innlent 21.1.2025 06:27
Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. Erlent 20.1.2025 23:56
Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Innlent 20.1.2025 22:30
Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum. Innlent 20.1.2025 22:00
Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu sjö kílómetra vegarkafla á Steinadalsvegi í Dalabyggð. Í verkinu felast endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtengingum og frágangi. Innlent 20.1.2025 21:42
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Innlent 20.1.2025 21:33
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Innlent 20.1.2025 20:44