Fótbolti

Rándýr útivallarmörk hjá Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Man. City er í ágætum málum eftir fyrri leik sinn gegn PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. City skoraði tvö útivallarmörk og nældi í jafntefli, 2-2.

Man. City tók forskotið á 38. mínútu er De Bruyne skoraði en það kom ansi mikið gegn gangi leiksins.

Zlatan hafði áður klúðrað víti og dauðafæri. Að því er ekki alltaf spurt.

City hélt forskotinu ekki lengi því Fernando gaf Zlatan mark aðeins þrem mínútum síðar með ótrúlegum klaufaskap. 1-1 í hálfleik.

Adrein Rabiot skoraði með skoti af stuttu færi er 15 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. 2-1 fyrir PSG.

Það var aftur á móti Brasilíumaðurinn Fernandinho sem jafnaði fyrir City eftir slappan varnarleik hjá PSG.

Heimamenn fengu færin til þess að bæta við en nýttu þau ekki og róðurinn gæti orðið þungur í seinni leiknum.

Mark De Bruyne má sjá hér að ofan en hin hér að neðan.

Zlatan jafnar eftir ótrúlegt klúður. Rabiot kemur PSG í 2-1. Fernandinho jafnar. 2-2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×