Forsetakosningar 2012

Fréttamynd

Lokatölur yfir landið: Ólafur 52,78%

Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 52,78% atkvæða yfir landið allt, en Þóra Arnórsdóttir 33,16% samkvæmt lokatölum sem birtust um klukkan hálfátta í morgun á kosningavef RÚV. Ólafur Ragnar hefur því verið endurkjörinn forseti Íslands til næstu fjögurra ára. Ari Trausti Guðmundsson hlaut 8,64%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,63%, Andrea Ólafsdóttir 1,8% og Hannes Bjarnason 0,98%. Heildarkjörsókn yfir landið allt var 69%.

Innlent
Fréttamynd

Ari Trausti útilokar ekki framboð á ný

Þótt Ólafur Ragnar Grímsson sé augljós sigurvegari kosninganna eru niðurstöðurnar ekki upplífgandi fyrir hann, segir Ari Trausti Guðmundsson, forsetaframbjóðandi. Hann útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta aftur að fjórum árum liðnum. Ari Trausti ræddi við Jóhönnu Margréti Gísladóttur, fréttamann Stöðvar 2 og Vísis, um miðnættið í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur er sigurvegari kosninganna

Ljóst er að Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið endurkjörinn sem forseti lýðveldisins. Eins og staðan er núna á landinu öllu fær Ólafur 51,5% atkvæða. Þóra Arnórsdóttir fær 33,7% atkvæða. Ari Trausti er í þriðja sæti með 8,9%. Herdís og Andrea fá báðar 2,5% atkvæða og Hannes rekur lestina með minna en eitt prósent atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Fjallað um sigur Ólafs erlendis

Fjallað er um íslensku forsetakosningarnar á forsíðu fréttamiðilsins BBC. Þar er því slegið fram að Ólafur eigi fyrir höndum fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum og að Þóra hafi þegar lýst sig sigraða.

Innlent
Fréttamynd

Barn Þóru heitir Ásdís Hulda

Þóra opinberaði nafn nýfæddrar dóttur sinnar í kvöld. Hún á að heita Ásdís Hulda Svavarsdóttir. Í ræðu sem Þóra hélt á kosningavöku sinni í Hafnarhúsinu hélt hún því fram að stúlkan væri pottþétt á topp fimm lista yfir feitustu fimm vikna börn á landinu. Því þyrfti fólk ekki að hafa áhyggjur af velferð þessa unga fjölskyldumeðlims þó móðir hennar hefði verið í kosningabaráttu. Stúlkan hefur hingað til gengið undir nafninu Litla Ský.

Innlent
Fréttamynd

Þóra segist hafa brotið blað í sögunni

Þóra Arnórsdóttir segist hafa brotið blað í Íslandssögunni með framboði sínu. Þetta sagði hún þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. Þar sagði hún að með framboðinu hefði verið og uppskar mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi

Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína.

Skoðun
Fréttamynd

Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn

Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Til hamingju með sigurinn, Ástþór

Þegar sitjandi forseti var fyrst kosinn í embætti hafði ég ekki kosningarétt og hafði raunar einungis haft íslenskan ríkisborgararétt í sex vikur. Í þeim kosningum buðu sig annars vegar fram fjórir frambjóðendur sem kepptust við að máta sig við hlutverk forseta sem "sameiningartákn þjóðarinnar“ og hins vegar einn sem hafði öllu róttækari hugmyndir um embættið. Sá ætlaði að berjast fyrir friði í heiminum og vísa umdeildum lögum hiklaust í þjóðaratkvæði. Hann hét Ástþór Magnússon og endaði með 2,7% atkvæða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Um 57% styðja Ólaf Ragnar

Nærri sex af hverjum tíu kjósendum ætla að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í forsetakosningum sem fram fara á morgun. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi og fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Forskot Ólafs Ragnars stórt

Ólafur Ragnar Grímsson er líklegur til að hljóta endurkjör til næstu fjögurra ára í embætti forseta Íslands ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær og fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur fær yfir helming

Ólafur Ragnar Grímsson fengi rúman helming atkvæða samkvæmt nýrri könnun Gallup. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Tíu prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu

Innlent
Fréttamynd

Það besta fyrir þjóðarlíkamann?

Fari svo að fræðimaðurinn, Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, vinni forsetakosningarnar á laugardaginn verður það sögulegur sigur. Ekki er hægt að stinga því undir stól. Segjum að það verði raunin. Þá mun Ólafur sitja til ársins 2016, eða alls 20 ár. Þá verður Ólafur Ragnar 74 ára og íslenska lýðveldið 72 ára.

Skoðun
Fréttamynd

Aðeins einn forsetaframbjóðandi lagði á Esjuna

Hannes Bjarnason var eini forsetaframbjóðandinn sem mætti í viðtal í Reykjavík síðdegis á Esjunni í dag. Þáttarstjórnendurnir sendu þáttinn út af toppi Esjunnar í dag og buðu öllum forsetaframbjóðendunum að koma í viðtal.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Afhverju að kjósa Andreu Ólafs sem Forseta Íslands?

Jæja, persónulega er ég kominn með hálfgert ógeð af þessu forsetaframboði og þeirri sundrung og skítkasti sem oft fylgir svona kosningum, hvort sem það eru forsetaframboð, alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur um allsskonar mál. Ég hef samt ákveðið að kjósa Andrea Ólafs að þessu sinni, ekki vegna þess að ég ber fjandsamlegar hugsanir í garð hina frambjóðandana eða að ég treysti þeim ekki, mér líst ágætlega á tvo til þrjá. Persónulega held ég að góðvild blundi í hjörtum allra manna, enda er það kjarni tilveru okkar ef við horfum öll djúpt inn á við.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Kjósandi góður

Vilt þú að forsetinn vinni gegn sundrungu þjóðarinnar og sé sameiningartákn hennar? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem gæti átt þátt í að þrífa ásýnd þjóðarinnar út á við? Ef svo er kjóstu Þóru. Vilt þú forseta, sem er heiðarlegur í málflutningi sínum, hefur efni á að svara spurningum af hreinskilni og lítur ekki á skoðanaskipti og rökræður sem íþrótt, þar sem leyfilegt sé að beita beita hálfsannleik, uppspuna og blekkingum? Ef svo er kjóstu Þóru.

Skoðun
Fréttamynd

Manneskjan á bak við embættið

Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Kjósum breytingar

Um næstu helgi fara fram forsetakosningar. Valið stendur nánast um að halda óbreyttu ástandi eða breyta til. Ég kýs breytingar. Sitjandi forseti hefur verið í embættinu álíka lengi og núverandi útskriftarárgangur úr grunnskóla hefur lifað. Hann vill bæta við framhaldsskólaárum þeirra. Einnig er hægt að líta á það þannig, að hann er búinn að sitja lengur en nemur skólagöngu 22 ára einstaklings og ætlar að sitja út að útskrift læknanemans sem byrjaði í 6 ára bekk hausið 1996. Þetta er langur tími, allt of langur tími.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Að hafa áhrif á samfélag sitt

Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Forseti sem við berum virðingu fyrir

Nokkuð hefur verið rætt um hlutverk forsetans í aðdraganda forsetakosninganna næstu helgi. Ég hef oft velt þessari umræðu fyrir mér og jafnvel tekið þátt í henni. Ég skil samt ekki af hverju frambjóðendur og við landsmenn ræðum þetta í svo mikla þaula. Við þekkjum öll hlutverk forsetans nokkuð vel. Þrátt fyrir að sitjandi forseti hafi virkjað málsskotsréttin með eftirminnilegum hætti, vitum við vel að það er ekki hlutverk forsetans að taka í sífellu fram fyrir hendur Alþingis, enda hefur enginn forseti lýðveldissins hagað sér þannig.

Skoðun
Fréttamynd

Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa

Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Þóru fyrir forseta

Í aðdraganda forsetakosninganna hefur Þóra Arnórsdóttir tekið fram, að hún skilji stjórnarskrá lýðveldisins Íslands á þá lund að hér ríki þingbundið lýðræði. Staðfestingu á skýrum ákvörðunum Alþings verður ekki synjað af forseta eftir geðþótta og aðild að Evrópusambandinu ræðst í þjóðaratkvæði. Þóra hefur vissulega til að bera hina ágætustu menntun og starfsreynslu til að taka við sem forseti Íslands. Forða ber því sem fráleitt er, að forsetinn sitji í fimm kjörtímabil. Þóra er fulltrúi nýrrar kynslóðar, hins nýja tíma sem nú skal veita Íslandi forystu. Ég styð Þóru eindregið sem næsta forseta Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Heilindi

Hið fyrsta sem menn hljóta að íhuga þegar þeir kjósa sér forseta er heilindi hans og þar ekki síst hið pólitíska siðgæði, sem frambjóðandinn stendur fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Herdís gagnrýnir stjórnmálaprófessor harðlega

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðanda gagnrýnir orð Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali við RÚV á þriðjudaginn, að opið bókhald frambjóðenda væri merkingarlítið þar sem upplýsingarnar yrðu ekki sannreyndar af Ríkisendurskoðanda fyrr en eftir kosningar. Hann benti jafnframt á að krafa annarra frambjóðanda um að opna bókhaldið væri eðlileg taktík fyrir þá sem hafa minna fé milli handanna í kosningunum og til þess fallið að snúa veikleikum slíkra frambjóðanda í styrk.

Innlent
Fréttamynd

Það er kominn tími til að breyta

Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Jóna og séra Jón

Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Auðvitað kjósum við Þóru

Man fyrst eftir að hafa talað við Þóru fyrir um tíu árum á kaffihúsi. Við ræddum um daginn og veginn og hún kom sérstaklega inn á hvað hún hefði mikla trú á ungu kynslóðinni. Hún hafði nýlega verið í heimsókn í framhaldsskóla og fundist svo mikill kraftur og von í unga fólkinu. Þetta er mér minnistætt enn þann dag í dag, það töluðu einhverveginn svo fáir á þessum nótum.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Af hverju er Ólafur Ragnar besti kosturinn?

Fyrstu kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni voru þegar ég var að alast upp og heyrði mömmu ræða að hún hefði verið send niður á þing af kennara í stjórnmálafræði við HÍ og var verkefni hennar sem stjórnmálafræðinema að horfa á og læra af alþingismönnum. Seinna átti hún að færa rök fyrir hver væri að hennar mati besti ræðumaðurinn. Álit hennar sem og margra nemanna var að Ólafur hefði borið af öðrum þingmönnum fyrir rökfestu, sannfæringu og málafylgju.

Skoðun