Það er kominn tími til að breyta Þóra Arnórsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun