Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa Vilhjálmur Pétursson skrifar 28. júní 2012 15:30 Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa. Auðvitað hef ég mínar skoðanir á frambjóðendunum sex, en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Aðallega af því að ég veit hvers konar lágkúra pólitík getur verið og miðað við umræður síðustu daga geri ég ráð fyrir því að þú dæmir mig strax af skoðunum mínum og takir ekki mark á því sem ég skrifa sökum þess. Allar umræður um að þeir frambjóðendur sem ekki eigi raunhæfa möguleika eigi að draga framboð sitt til baka, til þess að gefa öðrum sem raunverulega eigi möguleika atkvæðin sem þau hefðu annars fengið, hljómar í mínum eyrum eins og argasta kjaftæði. Tveir frambjóðendur bera höfuð og herðar yfir hina fjóra hvað varðar fjármagn og fjölmiðlaumfjöllun. Þar af leiðandi eru líkurnar á því að þau nái kjöri talsvert meiri, þrátt fyrir að ég geti ekki séð að þau séu hæfari en hinir frambjóðendurnir. Það sem skilur þau að er ekkert annað en staðreyndin að þau eru í betri aðstöðu til að ná til kjósenda og voru í umræðunni löngu áður en hinir frambjóðendurnir. Það sem gerir þau enn líklegri til að ná kjöri eru hrokafullir stuðningsmenn þeirra sem hreinlega gefa skít í önnur framboð og gefa í skyn að þau eigi ekki rétt á sér. Staðreyndin er sú að fólk tekur í fúlustu alvöru mark á þessu kjaftæði. Mér þykir það fullkomlega fráleitt að fólk sé alvarlega að íhuga að kjósa ekki þann sem þeim líst best á heldur hreinlega að kjósa gegn þeim sem þeim líst síst á. Hvers konar hugarfar er það þegar fólk lítur svo á að atkvæðið fari til spillis ef það er ekki nýtt gegn öðrum þeirra tveggja sem þykja líkleg til að ná kjöri? Hvers konar skilaboð eru það til fólks? Um leið er stríðið milli stuðningsmanna Þóru og þeirra sem styðja Ólaf Ragnar til skammar og í raun vandræðalegt að fylgjast með fullorðnu fólki láta eins og ofdekraðir, frekir krakkar á leikvelli að moka drullu yfir og jafnvel maka framan í hvert annað. Nú er þetta í fyrsta skipti sem ég fylgist af einhverju viti með kosningabaráttu í forsetakosningum, enda hefur varla verið nein barátta um embættið síðan Ólafur Ragnar var kosinn árið 1996 (nema árið 2004 þegar næstbesti kosturinn þótti auður kjörseðill eða að kjósa ekki). Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessari kosningabaráttu. Kannski er hún ekkert gamanmál, en mikið djöfulli er lágkúran og neikvæðnin ömurleg og leiðinleg að fylgjast með. Ég vona að kjósendur kynni sér alla frambjóðendur áður en þau mæta í kjörklefann á laugardaginn. Ég vona að kjósendur velti fyrir sér kostum frambjóðenda og um leið göllum þeirra, burt séð frá því hversu mikla möguleika þau eiga samkvæmt skoðannakönnunum. Ég vona að næsti forseti Íslands verði sá sem flestir vilji sjá þjóna embættinu, ekki sá sem er í bestu aðstöðu til að skjóta þeim ref fyrir rass, sem flestum þykir versti kosturinn. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði karl eða kona. Mér er alveg sama hvort næsti forseti Íslands verði ungur eða gamall. Það eina sem mér er ekki sama um er hvort næsti forseti Íslands verði besti kosturinn eða bara kosturinn sem var valinn af því að fólk kýs eftir pólitískum flokkslínum, taktík og jafnvel gegn eigin sannfæringu. Mér er alveg sama hvern þú ætlar að kjósa, ég vona bara að þú kjósir þann frambjóðanda sem þú vilt sjá sem forseta Íslands næstu fjögur árin.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun