Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar

Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rödd Línunnar og Pingu látin

Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil.

Lífið
Fréttamynd

Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“

Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið.

Lífið
Fréttamynd

„Mikilvægt að þetta komi allt frá persónulegum og berskjölduðum stað“

Aron Ingi Davíðsson vakti athygli sem einn af eigendum og meðlimum Áttunnar á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en Aron flutti meðal annars til Los Angeles til að læra leikstjórn og handritsgerð við New York Film Academy. Nú vinnur hann að því að skrifa þáttaseríu með framleiðslufyrirtækinu ZikZak þar sem Sigurjón Sighvatsson er yfirframleiðandi en um er að ræða unglingaseríu sem kemur inn á ýmis málefni og byggir á persónulegri reynslu. Blaðamaður tók púlsinn á Aroni Inga.

Lífið
Fréttamynd

Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur

Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nichelle Nichols er látin

Leikkonan Nichelle Nichols er látin 89 ára að aldri. Hún er þekktust fyrir að hafa leikið liðsforingjann Nyota Uhura í upprunalegu Star Trek þáttunum á árunum 1966 til 1969 og svo í sex myndum um áhöfn USS Enterprise.

Lífið
Fréttamynd

LXS raun­veru­leika­þættir á leiðinni

Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu.

Lífið
Fréttamynd

Bernard Cribbins látinn

Breski leikarinn Bernard Cribbins er látinn, 93 ára að aldri. Á umfangsmiklum leiklistarferli sem náði yfir sjö áratugi var hann meðal annars þekktur fyrir að fara með hlutverk Tom Campbell í kvikmynd um Doctor Who og Wilfred Mott í þáttaröðinni um doktorinn fræga.

Lífið
Fréttamynd

Segjast ekki hafa klippt gamla þætti á ný

Höfundar þáttanna Stranger Things segjast ekki hafa klippt gamla þætti eftir að þeir voru gefnir út til þess að þeir litu betur út miðað við hvernig þættirnir þróuðust. Áhorfendur hafa greint frá því að þegar þeir horfa á gamla þætti séu einhver atriði sem vantar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó

Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Paul Sor­vino er látinn

Leikarinn Paul Sorvino lést í gær, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas.

Lífið
Fréttamynd

The Gray Man: Netflix kveikir í peningum

Netflix var ekkert að tvínóna við hlutina þegar gefið var grænt ljós á nýja mynd Russo-bræðra, sem hafa verið stórtækir leikstjórar í Avengers-heiminum. Heilum 200 milljónum dollara var splæst á herlegheitin og það sést hvert þær fóru, í sprengingar.

Gagnrýni
Fréttamynd

H.E.R. mun leika Fríðu

Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Líður eins og stjörnu í Sarajevó

Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Lífið
Fréttamynd

Rýnt í stiklu House of the Dragon

HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Chloe: Er glansmyndin ekki alltaf fölsk?

Amazon Prime Video framleiddi í samstarfi við BBC þáttaröðina Chloe, sem nú er hægt að sjá á streymisveitunni. Hún fjallar um Becky, rúmlega þrítuga konu, sem býr enn hjá móður sinni. Þegar Chloe, sem Becky hefur fylgst með á Instagram, fremur sjálfsmorð fer Becky á stúfana og grennslast fyrir um málið. 

Gagnrýni