Efnahagsmál

Fréttamynd

16,9 milljarðar í styrki vegna far­aldursins

Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan ákveðin blessun í krísunni

Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu viljað sjá skatta­af­slátt eftir lang­varandi at­vinnu­leysi

Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis

Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Segir sam­drátt hafa verið minni en á­ætlað var

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðspurð um hvort að ríkissjóður standi undir nýjasta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, ofan á þá fyrri, að ríkisstjórnin meti það sem svo að samdráttur hafi verið minni en spáð var, meðal annars einmitt vegna aðgerða stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 2,5 prósent í fyrra

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%.

Viðskipti innlent