Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Eiður Þór Árnason skrifar 19. október 2021 11:28 Íslensk skip mega veiða allt að 662.064 tonn á komandi vertíð. Vísir/KMU Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda. Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins er áframhaldandi efnahagsbati í gangi og ber að líta til væntanlegs stóraukins loðnuafla á komandi vertíð. Leiðandi hagvísirinn (e. Composite Leading Indicator) er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif á Íslandi að sex mánuðum liðnum. Fimm undirliðir af sex hækka frá því í ágúst en stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar er óvissa áfram sögð vera uppi um þróun ferðaþjónustunnar og framgang kórónuveirufaraldursins. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem hafa vaxið mest síðastliðinn misseri. Þróun leiðandi hagvísis Analytica (blár ferill) ásamt þróun vergrar landsframleiðslu (brotinn ferill). Reynslan er sú að leiðandi hagvísir er um 6 mánuði á undan þróun landsframleiðslu.Analytica Þróun á vísitölu aflamagns er einn af undirþáttum leiðandi hagvísisins en nýleg úthlutun aflamarks í loðnu gefur væntingar um að komandi vertíð verði sú stærsta í tæp 20 ár. Raungerist væntingar um stóraukinn loðnuafla má búast við að þessi undirliður hagvísisins verði leiðandi í vetur og vegi þannig á móti minni vexti í kortaveltu innanlands. Aflamagn eini undirþátturinn sem lækkar milli ára Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 103,6 í september og á sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar, það er í mars 2022. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir frá fyrra ári og eru það þeir sömu sem hækka frá í ágúst síðastliðnum. Aflamagn er sá eini sem lækkar milli ára og ber vott um að undanfarna mánuði hafi þar verið lítils háttar samdráttur, meðal annars í framhaldi af minna aflamarki annarra tegunda.
Efnahagsmál Loðnuveiðar Tengdar fréttir Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Sjá meira
Vísbendingar um hægari efnahagsbata Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. 17. september 2021 10:29