Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Eiður Þór Árnason skrifar 11. október 2021 11:35 Atvinnuleysi hefur minnkað hratt síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar en atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 1.167 milli mánaða sem nemur rúmlega 10% fækkun. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi verði svipað í október og muni ekki halda áfram að lækka. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það mældist 11,6% og hefur dregist saman um 6,6 prósentustig síðan þá. Atvinnuleysi er áfram mest á Suðurnesjum eða 9,1% og minnkaði úr 9,7% í ágúst. Næst mest var atvinnuleysið 5,4% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,1%. Vinnumálastofnun Atvinnulausir voru alls 10.428 í lok september, 5.726 karlar og 4.702 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 432 frá ágústlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 639. Af þeim 1.071 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í september fóru ca. 450 á ráðningarstyrk, hins vegar bættust um 1.600 nýir atvinnuleitendur við í september. Aukið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara sem starfa við farþegaflutninga 4.598 atvinnuleitendur höfðu verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok september og fækkaði um 485 frá ágúst. Hins vegar voru þeir 3.274 í septemberlok 2020. Alls voru 4.144 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok september og fækkaði um 348 frá ágúst eða að meðaltali um 8% frá ágúst. Þessi fjöldi samsvarar um 11,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 40% í september. Fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar að atvinnulausum hafi fækkað í öllum atvinnugreinum í september frá mánuðinum á undan. Fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 12% til 14% og í menningartengdri starfsemi um 15% milli mánaða. Í flestum öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 4% til 8%. Alls voru 4.144 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok september og fækkaði þeim um 348 frá ágúst eða að meðaltali um 8% frá ágúst. Mesta hlutfallslega fækkun meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara frá ágúst var í veitinga- og gistiþjónustu, og svo í menningartengdri starfsemi. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum í farþegaflutningum eða um 13% frá ágúst. Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst en mældist 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði. 10. september 2021 13:14 Engar tilkynningar um hópuppsagnir í september Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september. 4. október 2021 12:19 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar en atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 1.167 milli mánaða sem nemur rúmlega 10% fækkun. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi verði svipað í október og muni ekki halda áfram að lækka. Almennt skráð atvinnuleysi náði hámarki í janúar 2021 þegar það mældist 11,6% og hefur dregist saman um 6,6 prósentustig síðan þá. Atvinnuleysi er áfram mest á Suðurnesjum eða 9,1% og minnkaði úr 9,7% í ágúst. Næst mest var atvinnuleysið 5,4% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,1%. Vinnumálastofnun Atvinnulausir voru alls 10.428 í lok september, 5.726 karlar og 4.702 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 432 frá ágústlokum og atvinnulausum konum fækkaði um 639. Af þeim 1.071 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í september fóru ca. 450 á ráðningarstyrk, hins vegar bættust um 1.600 nýir atvinnuleitendur við í september. Aukið atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara sem starfa við farþegaflutninga 4.598 atvinnuleitendur höfðu verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok september og fækkaði um 485 frá ágúst. Hins vegar voru þeir 3.274 í septemberlok 2020. Alls voru 4.144 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok september og fækkaði um 348 frá ágúst eða að meðaltali um 8% frá ágúst. Þessi fjöldi samsvarar um 11,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 40% í september. Fram kemur í skýrslu Vinnumálastofnunar að atvinnulausum hafi fækkað í öllum atvinnugreinum í september frá mánuðinum á undan. Fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 12% til 14% og í menningartengdri starfsemi um 15% milli mánaða. Í flestum öðrum atvinnugreinum var fækkun atvinnulausra á bilinu 4% til 8%. Alls voru 4.144 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok september og fækkaði þeim um 348 frá ágúst eða að meðaltali um 8% frá ágúst. Mesta hlutfallslega fækkun meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara frá ágúst var í veitinga- og gistiþjónustu, og svo í menningartengdri starfsemi. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum í farþegaflutningum eða um 13% frá ágúst.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst en mældist 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði. 10. september 2021 13:14 Engar tilkynningar um hópuppsagnir í september Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september. 4. október 2021 12:19 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst en mældist 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði. 10. september 2021 13:14
Engar tilkynningar um hópuppsagnir í september Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september. 4. október 2021 12:19