Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um tæpa 19 milljarða í september Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 10:50 Útflutningsverðmæti áls voru veigamest í aukingu á útflutningi iðnaðarvara í september. Vísir/Vilhelm Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 18,8 milljarða króna í september. Til samanburðar voru vöruskiptin í september á síðasta ári neikvæð um 11,6 milljarða. Á vef Hagstofunnar kemur fram að samkvæmt bráðabirgðatölum hafi útflutningur numið 66,9 milljörðum og innflutningur 85,7 milljörðum. Verðmæti vöruútflutnings í september jukust um 11,7 milljarða og munar þá mest um aukið verðmæti álútflutnings. Innflutningur í september jókst um 13 milljarða og munaði þar mestu um verðmæti innfluttra fjárfestingavara sem jókst um tæpa sex milljarða milli ára, eða um 41%. Verðmæti innflutts eldsneytis jókst um rúm 50%. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 213,6 milljarða króna sem er 61,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Útflutningsverðmæti fiskeldisafurða jókst um fjórðung Verðmæti vöruútflutnings síðustu tólf mánaða jókst um tæpa 100 milljarða króna, eða um 16,4% miðað við fyrra tímabil. Munar þar mest um iðnaðarvörur, sem eru um 50% af útflutningsverðmæti, en verðmæti þeirra hækkaði um 21% frá september 2020 til 2021. Sjávarafurðir voru 40% af útflutningi og jókst verðmæti þeirra um 7,8% á tímabilinu. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 7,2 milljarða, eða um fjórðung, og var um 5% af heildarútflutningsverðmætum. 21% aukning á innflutningi Verðmæti vöruinnflutnings síðustu tólf mánuði var 922,1 milljarður króna og jókst um 161,1 milljarð króna miðað við tólf mánuði þar á undan eða 21,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin á þessu tólf mánaða tímabili var mest í hrá- og rekstrarvörum, fjárfestingarvörum og flutningatækjum. Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Á vef Hagstofunnar kemur fram að samkvæmt bráðabirgðatölum hafi útflutningur numið 66,9 milljörðum og innflutningur 85,7 milljörðum. Verðmæti vöruútflutnings í september jukust um 11,7 milljarða og munar þá mest um aukið verðmæti álútflutnings. Innflutningur í september jókst um 13 milljarða og munaði þar mestu um verðmæti innfluttra fjárfestingavara sem jókst um tæpa sex milljarða milli ára, eða um 41%. Verðmæti innflutts eldsneytis jókst um rúm 50%. Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 213,6 milljarða króna sem er 61,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Útflutningsverðmæti fiskeldisafurða jókst um fjórðung Verðmæti vöruútflutnings síðustu tólf mánaða jókst um tæpa 100 milljarða króna, eða um 16,4% miðað við fyrra tímabil. Munar þar mest um iðnaðarvörur, sem eru um 50% af útflutningsverðmæti, en verðmæti þeirra hækkaði um 21% frá september 2020 til 2021. Sjávarafurðir voru 40% af útflutningi og jókst verðmæti þeirra um 7,8% á tímabilinu. Verðmæti útflutnings í fiskeldi jókst um 7,2 milljarða, eða um fjórðung, og var um 5% af heildarútflutningsverðmætum. 21% aukning á innflutningi Verðmæti vöruinnflutnings síðustu tólf mánuði var 922,1 milljarður króna og jókst um 161,1 milljarð króna miðað við tólf mánuði þar á undan eða 21,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin á þessu tólf mánaða tímabili var mest í hrá- og rekstrarvörum, fjárfestingarvörum og flutningatækjum.
Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira