Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 19:20 Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni. Stöð 2/Arnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni. Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni.
Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent