Jarðhiti

Fréttamynd

Mögu­lega heitavatnslaust á Suður­nesjum eftir nokkrar klukku­stundir

Mikil hætta er á að hraun renni yfir hitaveituæð HS veitna í Svartsengi. Það þýðir að ekkert heitt vatn yrði á Suðurnesjum og nágrannasveitafélögum. Svartasta sviðsmyndin gæti verið að raungerast, segir forstjóri. Íbúar Suðurnesja eru beðnir um að varðveita hita á húsum og loka strax gluggum. Heitavatnsleysið myndi þó sennilega ekki standa lengur en í einn til tvo sólarhringa.

Innlent
Fréttamynd

Neyðar­legt raforkulagafrumvarp

Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð.

Skoðun
Fréttamynd

„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“

Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra.

Innlent
Fréttamynd

Orku­verið í Svarts­engi aftur tengt

Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lét Hver­gerðinga vita í febrúar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars.

Innlent
Fréttamynd

Hvergerðingar undrast yfir­lýsingar ná­granna sinna um virkjun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið reynst betur en vonir stóðu til

Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi.

Innlent
Fréttamynd

Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna

Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir.

Innlent
Fréttamynd

Að­koma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau?

Innlent
Fréttamynd

Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum

HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. 

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í Svarts­engi

Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Öflug skjálfta­hrina hófst í morguns­árið eftir ró­leg­heitin í nótt

Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Bygging varnar­garða bíði til­lögu

„Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag.

Innlent
Fréttamynd

Með á­ætlanir gjósi í Svarts­engi

Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 

Innlent