Innlent

Orku­verið í Svarts­engi aftur tengt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Orkuver HS Orku í Svartsengi hefur aftur verið tengt inn á flutningskerfið.
Orkuver HS Orku í Svartsengi hefur aftur verið tengt inn á flutningskerfið. Vísir/Vilhelm

Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag.

Varaaflsvélar sáu Grindavík fyrir rafmagni á meðan reist var nýtt mastur á Svartsengislínu eitt sem þurfti þá að aftengja.

„Slökkt hefur verið á varaaflsvélunum í Grindavík og okkar fólk á leið heim eftir vel heppnað verk,“ bætir Landsnet við.


Tengdar fréttir

Keyrt á vara­afli í Grinda­vík í dag

Varaaflsvélar Landsnets munu sjá Grindavík fyrir rafmagni í dag þar sem orkuverið í Svartsengi verður tekið út vegna framkvæmda við uppsetningu nýs masturs í Svartsengislínu við varnargarðana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×