Innlent

Svarts­engi rýmt vegna gasmengunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
HS orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi.
HS orka er staðsett við Bláa lónið í Svartsengi. vísir/vilhelm

Forsvarsmenn HS Orku ákváðu að rýma starfsstöðina í Svartsengi í morgun vegna gasmengunar sem leggur yfir svæðið vegna eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni.

Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir gasmæla hafa pípað vegna mikillar brennisteinsmengunar. RÚV greindi fyrst frá.

Fimm starfsmenn voru við störf hjá HS Orku þegar ákvörðunin var tekin.

Birna segir veðurspána eftir hádegi vera hagstæðari og tekin verði ákvörðun um hvort starfsfólk geti snúið aftur til starfa.

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttir

Sundhnúkareinin gæti verið á leið í mjög langt frí

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segist telja mögulegt að eldgosið sem hófst um helgina verði síðasta eldgosið á svæðinu í bili, þó eldvirkni á Reykjanesi sé hvergi nærri lokið. Mögulega eigi kerfið eitt eldgos í sér til viðbótar, sem verði þá eftir rúman mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×