„Þegar maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. febrúar 2024 20:33 Gunnar Ágúst Halldórsson starfsmaður Ellerts Skúlasonar ehf. var einn þeirra sem vann við að moka yfir nýja hjáveitulögn HS Veitna við hraunjaðarinn í dag. Hann og félagar hans voru aðeins örfáum metrum frá hraunrennslinu. Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Þeir voru ræstir út um níuleytið til að sækja sandbirgðir sem átti að koma yfir nýju lögnina til að vernda hana frá hrauninu sem nálgaðist hana óðfluga. Séð er hér út um gluggann á bíl Gunnars.Gunnar Ágúst „ Við vorum þarna bara við hraunjaðarinn, tveir vörubílar, að sturta af gröfu til þess að moka yfir nýju lögnina. Vegna þess að hraunið var bara að renna yfir hana jafnóðum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eins og sést á myndunum var ekki um hefðbundna viðhaldsvinnu að ræða þar sem fljótandi hrauntungur mjökuðust nær með hverri sekúndunni. „Þegar við vorum að bakka vörubílunum og maður horfði út um bílgluggann var svona metri í hraunið. Hraunið var að leka að bílunum okkar. Sérsveitin var þarna í bíl til þess að fylgjast með okkur,“ segir Gunnar. Unnið var að því að moka yfir hjáveitulögn svo hún yrði hrauninu ekki að bráð.Gunnar Ágúst „Það voru gröfur og jarðýta að ýta upp efni af planinu til þess að stoppa hraunið á meðan við vorum að koma þessum rúmmetrum að lögninni. Ef að það hefði ekki verið gert þá væri hún ónýt,“ bætir hann við. Það þurfti að ryðja mikinn snjó sem safnast hafði upp á veginum til að koma þeim til og frá vinnuvettvanginum. „Klukkan fjögur förum við, þá er hraunið komið og við búnir með sandinn. Þá er hraunið komið að okkur, við þurftum að keyra niður eftir með lögninni, niður í námurnar hjá ÍAV til þess að komast til Njarðvíkur. Það voru hreinlega tvær jarðýtur að moka veginn til þess að við gætum farið í þetta starf,“ segir Gunnar. Rauðglóandi hraunið mjakaðist nær þeim á meðan vinnu stóð.Gunnar Ágúst
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Suðurnesjabær Jarðhiti Orkumál Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira