Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 21:31 Frá einu af Kröflugosunum níu. Þar sáust háir kvikustrókar og miklar hraunár, sem gátu runnið ógnarhratt. Skjáskot/RÚV Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér: Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér:
Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00
Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30