Innlent

„Svo kallaði ein­hver í tal­stöðina: „Hvaða bjarmi er þetta þarna?“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Bjarni taldi sig ekki í hættu.
Bjarni taldi sig ekki í hættu.

Bjarki Hólmgeir Halldórsson var að vinna við varnargarða í Svartsengi þegar gosið kom upp í kvöld. Hann segi

„Ég var að vinna þarna á jarðýtu og að taka á móti efni og var svo sem bara nýbúinn að líta út um gluggann í átt að þessu en þá var ekkert að ske,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Eins og komið hefur fram er gos hafið, nálægt Hagafelli.

„Svo kallaði einhver í talstöðina: Hvaða bjarmi er þetta þarna? Þá leit ég út og þá var þetta komið, bara svona hálfri minútu seinna. Þá náttúrulega bara setti maður allt í botn og dreif sig í bílinn til að koma sér í burtu.“

Varstu eitthvað smeykur?

„Nei, maður fann það meira eftir spennufallið, maður hafði verið svolítið spenntur. Ég held að maður hafi ekkert tíma til að vera hræddur þegar svona stendur á.“

Hversu nálægt eldgosinu varstu?

„Ég var töluvert frá. Þetta virðist vera þarna á þessari Sundhnjúkagígaröð sem er verið að tala um og virðist nú teygja sig langleiðina til Grindavíkur. Við vorum alveg inni á Svartsengi inni við varnargarða, þannig að ég held við höfum ekkert verið í stórri hættu þannig. En þetta sprengir aðeins upp í manni pumpuna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×