Bandaríkin

Fréttamynd

Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu

Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump

Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Fréttamenn og þáttastjórnendur Fox deila

Mikil spenna er sögð ríkja á milli aðila innan veggja Fox vegna ákæruferlis á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna meintra embættisbrota og samskipta Trump við erlenda þjóðarleiðtoga.

Erlent
Fréttamynd

Fylgdust með Assange allan sólarhringinn

Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.

Erlent
Fréttamynd

Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar

Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Innihald eftirrits af símtali Trumps og kvörtun uppljóstrara sögð sláandi

Bandaríska þingið birti í dag kvörtun uppljóstrara sem segir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi um fjögurra mánaða skeið reynt að fá forseta Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetaembættið er sagt reyna að hylma yfir málið og fela eftirrit af símtali Trumps og Úkraínuforseta.

Erlent
Fréttamynd

Eliza­beth War­ren á mikilli siglingu

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren mælist í fyrsta sinn með mest fylgi frambjóðenda Demókrata í landskönnun sem gerð var af könnunarfyrirtækinu Quinnipiac.

Erlent