Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 10:12 Öryggisverðir við inngang ráðstefnumiðstöðvar í Beijing sem kínversk stjórnvöld hafa breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem fólk sem kemur til landsins er skimað fyrir veirunni. Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því meirihluti nýrra smita kórónuveiru sem greinast í landinu koma utan frá. Tugir þúsunda Kínverja smituðust af kórónuveirunni eftir að hún skaut fyrst upp kollinum í borginni Wuhan í desember. Yfirvöld gripu til harðra aðgerða og er faraldurinn nú talinn í rénun á þeim svæðum sem hann var sem skæðastur. Nú er svo komið að flestir þeirra sem greinast með veiruna er fólk sem kom erlendis frá. Reuters-fréttastofan segir ný stefna kínverskra stjórnvalda um að setja alla ferðalanga í sóttkví taki gildi klukkan 12:01 að staðartíma á morgun. Ráðstefnumiðstöð í Bejing hefur verið breytt í sóttvarnamiðstöð þar sem farþegar sem koma til landsins eru skimaðir fyrir kórónuveirunni. Þeir sem greinast með einkenni eru fluttir á sjúkrahús en aðrir eru sendir í sóttkví, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjöldi ríkja hefur gripið til ferðatakmarkana til að freista þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Bandaríkin takmarka ferðir fólks frá Evrópu og Kína. Danmörk og Noregur hafa komið á enn strangara ferðabanni. Spánn og Frakkland hafa fylgt í kjölfarið. Allir ferðamenn sem koma til Ástralíu eru nú skyldaðir til að fara í fjórtán daga heimasóttkví eftir klukkan 13:00 að íslenskum tíma í dag. Scott Morrison, forsætisráðherra, tilkynnti jafnframt að skemmtiferðaskip fengju ekki að koma til landsins næstu þrjátíu dagana. Allar guðsþjónustur Frans páfa kaþólsku kirkjunnar yfir páskahátíðina í næsta mánuði fara fram án messugesta. Tugir þúsunda kaþólikka flykkjast til Ítalíu yfir páska á hverju ári og er ákvörðun Páfagarðs sögð fordæmalaus á síðari tímum. Enn fleiri ríki hafa bannað samkomur stærri hópa, þar á meðal íslensk stjórnvöld. Bannið á Íslandi tekur gildi á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Danmörk Noregur Tengdar fréttir Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01 Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57 Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Ringulreið á bandaríkum flugvöllum vegna ferðabannsins Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. 15. mars 2020 09:01
Sérfræðingar efast um tilganginn með því að loka Danmörku Ekki liggur fyrir á hvaða ráðleggingum dönsk stjórnvöld byggðu ákvörðun sína um að loka landamærum sínum fyrir útlendingum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sérfræðingar í faraldsfræði telja að lokun landamæranna hafi nær enga þýðingu til að hefta útbreiðsluna í Danmörku þar sem svo stór hluti þjóðarinnar er þegar smitaður. 15. mars 2020 07:57
Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. 14. mars 2020 23:14