Bolsonaro neitar því að hafa greinst með kórónuveiruna Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 15:19 Jair Bolsonaro og Donald Trump í Flórída um helgina. AP/Alex Brandon Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Sonur forsetans segir á Twitter að þessar fregnir séu ekki sannar. Hann staðfestir þær þó í viðtali við Fox og á Twittersíðu forsetans segir að hann sé ekki smitaður. Áður hafði náinn ráðgjafi forsetans greinst með veiruna. Bolsonaro fundaði nýverið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og var Fabio Wajngarten, aðstoðarmaður Bolsonaro, þar einnig. Sá hefur greinst með kórónuveiruna. Eduardo Bolsonaro, sonur forsetans, sagði frá því í gær að faðir sinn hefði farið í rannsókn, þó hann væri ekki að sýna einkenni. Fjölmiðlar í Brasilíu segja þá niðurstöðu liggja fyrir en Eduardo segir það ekki rétt. Í mótsögn við sjálfan sig, staðfesti hann þó niðurstöðuna í samtali við blaðamenn Fox. Edurardo sagði þar að verið væri að gera aðra rannsókn og staðfesta niðurstöður þeirrar fyrri. Á Twittersíðu forsetans segir svo að hann sé ekki með veiruna. - HFA/SABIN atestam negativo para o COVID-19 o Sr. Pres. da República Jair Bolsonaro. pic.twitter.com/iL3YPGPGXA— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) March 13, 2020 Þrátt fyrir að aðstoðarmaður Bolsonaro hafi greinst með veiruna og að báðir hafi verið með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída um síðustu helgi, ætlar hvorki Trump né Pence, varaforseti, að gangast undir rannsókn. Francis Suarez, borgarstjóri Miami, var á fundi þeirra Trump og Bolsonaro, og hefur hann opinberað að hann greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Sjá einnig: Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Fabio Wajngarten (wearing hat) has coronavirus. Bolsonaro has coronavirus. Both of these photos were taken last weekend at Mar-a-Lago. Trump refuses to get tested. pic.twitter.com/sY6HwWzPkp— Aaron Rupar (@atrupar) March 13, 2020 Trump hefur nú lýst því yfir að hann muni halda blaðamannafund klukkan sjö að íslenskum tíma. Umræðuefni fundarins er kórónuveiran en enn sem komið er er lítið annað vitað um tilefni fundarins. I will be having a news conference today at 3:00 P.M., The White House. Topic: CoronaVirus!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Uppfært: Yfirlýsingu Bolsonaro á Twitter um að hann sé ekki smitaður hefur verið bætt við. Einnig hefur smiti borgarstjóra Miami verið bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira