Fréttir

Trump bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku vegna kórónuveirunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Donald Trump fundaði á dögunum með manni sem nú hefur greinst með kórónuveiru.
Donald Trump fundaði á dögunum með manni sem nú hefur greinst með kórónuveiru. Getty/Tasos Katopodis

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, hefur gefið sýni sem nú er rannsakað með tilliti til þess hvort forsetinn hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Forsetinn greindi frá því á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú síðdegis.

Trump sagðist ekki hafa fengið niðurstöður greiningarinnar en greindi frá því að hann hafi verið hitamældur áður en að blaðamannafundurinn hófst en greint er frá helstu atriðum hans á vef CNN. Líkamshiti hans hafi verið eðlilegur.

Forsetinn fundaði á dögunum með Fábio Wajngarten, samskiptastjóra brasilíska forsetans, Jair Bolsonaro. Hann hefur nú greinst með kórónuveirusmit.

Á blaðamannafundinum sagði forsetinn einnig að allur máttur alríkisins væri notaður til þess að vinna bug á kórónuveirunni í Bandaríkjunum en fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrr í dag frumvarp ætlað til að bæta viðbragð í heilbrigðiskerfi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×