Fréttir

Gríms­vatna­hlaupi lokið

Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um tíu dögum, lokið.

Innlent

Halla að­stoðar Loga

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn.

Innlent

Sam­þykktu verk­fall með yfir­burðum

Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Innlent

Vopna­hlé skref í rétta átt en varan­legur friður ekki í sjón­máli

Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli.

Erlent

Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Sout­hport

Átján ára gamall karlmaður játaði að hann hefði stungið þrjár ungar stúlkur til bana og sært tíu aðra í árás í Southport á Englandi þegar réttarhöld hófust yfir honum í morgun. Hann viðurkenndi einnig að hafa eitrið rísín og bækling frá hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í fórum sínum.

Erlent

Rýma fleiri hús á Seyðis­firði

Þrjú stór flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu. Rýma á tvær blokkir til viðbótar á Seyðisfirði í dag. Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir rýmingarnar hafa tekið á íbúa. 

Innlent

Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar

Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu.

Innlent

Of snemmt að á­lykta um þörf á endurtalningu at­kvæða

Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti.

Innlent

Nokkur fjöldi fastur á Fjarðar­heiði í gær

Björgunarsveitir á Héraði og Seyðisfirði voru kallaðar út síðdegis í gær vegna nokkurs fjölda fólks í vandræðum á Fjarðarheiði. Ruðningstæki var einnig fast við Efri Staf og nokkrir bílar þar á eftir sem komust hvergi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg.

Innlent

Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úr­slit kosninganna verða stað­fest

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt.

Innlent

Níu­tíu Palestínu­menn látnir lausir

Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið.

Erlent

Heitir um­fangs­mestu brott­vísunum í sögu Banda­ríkjanna

Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun.

Erlent