Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila í gær eftir að Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn gaf út handtökuskipun á hendur honum. Erlent 11.3.2025 06:32
Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 10.3.2025 23:48
Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Fraktskipið Solong sem skall á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate flutti gáma fyrir Samskip Multimodal. Árekstur skipanna varð úti fyrir Hull á Englandi í morgun og olli miklu tjóni. Innlent 10.3.2025 23:00
Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Danir eru tilbúnir að senda friðargæsluliða til Úkraínu náist samkomulag um vopnahlé við Rússland. Engar raunverulegar áætlanir liggja fyrir um framkvæmd þess þó að sögn utanríkisráðherra. Erlent 10.3.2025 18:11
Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Ríkissjóður verður í áratugi að greiða upp ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða skuldir Íbúðalánasjóðs að sögn ráðherra. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör þeirra verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.3.2025 18:00
Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál tveggja manna sem voru sakfelldir fyrir hópnauðgun í Landsrétti. Áður höfðu þeir verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 10.3.2025 15:59
Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. Innlent 10.3.2025 15:54
Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Innlent 10.3.2025 14:50
Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Borgarráð Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á umfangsmikla endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Innlent 10.3.2025 14:42
Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Öðrum þeirra manna sem fór í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu um þarsíðustu helgi er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Innlent 10.3.2025 14:11
Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. Innlent 10.3.2025 14:01
Lúxemborgskur prins látinn Lúxemborgski prinsinn Friðrik er látinn, 22 ára að aldri. Hann lést af völdum sjaldgæfs genasjúkdóms, POLG. Erlent 10.3.2025 13:31
Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. Erlent 10.3.2025 13:14
Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Umsvif bandarískra hergagnaframleiðenda á heimsvísu hafa aukist til muna á undanförnum árum. Frá 2020 til og með ársins 2024 seldu bandarísk fyrirtæki um 43 prósent af öllum hergögnum sem gengu kaupum og sölu ríkja á milli, talið í veltu, en fimm árin þar áður var hlutfallið 35 prósent. Erlent 10.3.2025 13:03
Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Sá sem lést í árekstri tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur í gær var íslendingur á áttræðisaldri. Aðrir sem lentu í slysinu eru ekki í lífshættu. Innlent 10.3.2025 12:18
Heiða liggur enn undir feldi Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Innlent 10.3.2025 12:15
„Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er verulega ósátt við nýja kjarasamninga kennara og sérstaklega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur nýs borgarstjóra að þeim. Heiða Björg gegnir jafnframt embætti formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Innlent 10.3.2025 12:06
Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera „Við getum aftur orðið fremst meðal þjóða í tóbaksvörnum en til þess þurfum við hugrakka stjórnmálamenn sem þora að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir.“ Innlent 10.3.2025 12:05
Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. Innlent 10.3.2025 12:02
Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Í hádegisfréttum verður fjallað um ÍL-sjóðinn og samkomulag sem skýrt var frá í morgun og varðar uppgjör á sjóðnum en málið hefur verið þrætuepli á milli ríkisins og lífeyrissjóða landsins síðustu misserin. Innlent 10.3.2025 11:45
Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Kaupum bandarísks fjárfestis á taflborði og skákmunum af íslenskum auðmanni árið 2012 hefur verið rift. Bandaríkjamaðurinn taldi sig hafa keypt taflborð sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu í einvígi aldarinnar árið 1972. Innlent 10.3.2025 10:49
Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. Erlent 10.3.2025 10:25
Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. Erlent 10.3.2025 09:08
„Þetta er bara klúður“ „Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala. Innlent 10.3.2025 09:05